þriðjudagur, janúar 31, 2006

 

Tekið á þeim stóra....



...skyld´ann hafa það?

mánudagur, janúar 30, 2006

 

Sofið út...

Verð að segja frá því... en síðustu mánuði síðan yngri dóttur mín fæddist hefur litli orkuboltinn vakið foreldrar sína mjög árla morguns! Svona ekki mikið seinna en hálf sex á morgnana...! Þó stundum gerði enn betur og vaknaði á milli 4 og hálf 5....
Þetta er ögn of snemmt samkvæmt minni klukku og hafa pabbinn og mamman stundum verið pínu pirruð á þessu....hmm
Allavegana. Í morgun fer fallega konan mín í leikfimina rétt fyrir 6 og í stað þess að snúllan vaknaði og drifi pabban einnig framúr, haldið þið ekki að hún svaf sínu sætasta til korter í 7!!
Þetta er kannski svona óskiljanlegt ,,blogg" fyrir þá sem lesa það en... þið mynduð skilja mig ef þið mynduð hafa vaknað við barnagrátur á hverjum degi fyrir klukkan 5 í næst sem heilt ár....

Svo pabbinn fékk að ,,sofa út" á virkum degi og pabbi segir bara: Takk litla dúllan mín!

Að öðru, þá langaði mér til að segja frá lítilli sögu.


Einu sinni var, í mosagrænu hrauni,
lítill drengur, með rauða húfu á höfði.
Hann sat og tálgaði sverð úr spýtu,
á himnum flugu vorfuglarnir yfir.

Niður í fjöru, ljósblá viðarskekta lá,
blaut eftir morgunsins útróður.
Bátsmaður lág hrjótandi í læk,
lítill drengur með viðarsverð hló.

Hláturstár runnu niður rjóðar kinnar,
við kot var aflinn verkaður og unninn.
Augu pírð og skimað var eftir rauðri húfu,
komið var að hádegismat: hvar er hann?

Mamma, mamma! Skræk rödd hljómaði á hlaupum,
prjónuð rauð húfa sást við hól.
,,Hann, bátsmaðurinn var sofandi, svo
rúllaði hann af grasinu og beint ofaní..."

,,Ofaní"? Hváði mamman. ,,Já, í lækinn"!
Og og og... hann vaknaði ekki einu sinni!
Hláturinn brast aftur fram, augun vöknuðu,
drengnum var skemmt og mamma, já mamma hló með!



Njótið dagsins og Guð veri með og í ykkur!

miðvikudagur, janúar 25, 2006

 

Holtasóley var það heillin!



Þá er alþingi búið að ákveða það, þjóðarblóm íslendinga er hin hvít gul fagra Holtasóley.

Ekki amalegt það, enda fagurt blóm!

Þegar ég sé það svona í mynd, get ég ekki sagt annað, mér hlakkar til sumarsins!

föstudagur, janúar 20, 2006

 

Þögnin rofin....

Réttindamál samkynhneigðra er búið að vera á síðum blaða síðustu dag og vikur.
Barist er fyrir hjónavígslu og lagalegum rétti til hjónabands. Þessi minnihlutahópur vill ,,knésetja" kirkjuna, fá hana til að breyta sínum vegi, í þágu þeirra.

Nú er eldheit frétt fallin á síður mbl.is á netinu: um tuttugu söfnuðir og 19 einstaklingar sendu frá sér yfirlýsingu um að þeir hafni alfarið þessu baráttumáli samkynhneigðra að fá rétt til kirkjulegrar hjónavígslu og þar með gera samband tveggja karla sem og kvenna að jöfnu við samband karls og konu.

Þetta eru tíðindi!

Nú mun vafalaust verða heitt í hamsi á þessum vettvangi næstu dag, vikur og mánuði og
spennandi verður að sjá hvernig kirkjunnar karlar og konur svara fyrir hönd trúarsannfæringar sinnar og stöðu, hvort umræðan snúist um útúrsnúninga og einhverskonar eigintrúarsannfæringar eða hvort gengið verður útfrá Heilagri ritningu og hvað hún hefur að segja....

Persónulega er ég ánægður með að þessir söfnuðir hafa tekið sinn pól í hæðina, því það hefðu þeir hvort eð er þurft að gera fyrr en síðar og þetta baráttu mál samborgara okkar mun krefjast þess, að kirkjur og söfnuðir, sem og almennt kristið fólk, taki stöðu gagnvart þessum gildum og sinni trúarstöðu í Jesú Kristi.

Jesús sagði: ...ykkar já sé já og ykkar nei sé nei! Engin vafi þar á!


Megum við öll taka á móti náð Jesú Krist og iðrast synda okkar. Öll erum við fædd undir syndinni og öll skortir okkur Guðs dýrð.

En, Jesús kom til þess, að okkur þurfti ekki að skorta neins framar, heldur hafa líf, líf í fullri gnægð!

Svo er bara að sjá hvað setur.... en þangað til, farið vel með ykkur og breytið rétt, gangið á vegi Drottins.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

 

Að fá að fylgja þér!

Dag eftir dag
vakna

Tileinka

daginn þér

Augu þín hafa litið mig
frá þeim degi er ég varð til.

Augu þín hafa fylgst með mér
hvern einasta dag lífs míns.


Takk

Takk


...fyrir að varðveita mig!


Hvern dag minnir þú á þig
Hvern dag fæ ég að velja


Veistu,

í dag, vil ég velja



Í dag



...vel ég þig!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

 

Nýir tenglar!!

Er búinn að setja inn 2 nýja tengla.

Hafið það gott,

Karlott

fimmtudagur, janúar 12, 2006

 

Gengið á veginum....

Eins og sumir vita þá hefur námið hjá Írisinni minni byrjað og þá tekur við það sem hún er svo flink í, að púsla... Það er ótrúlegt hvað mikið er hægt að koma til leiðar bara með því að skipuleggja það sem maður er að gera, það fer ekki á milli mála hérna á þessum bæ...

Systurnar eiga að fara snemma í leikskólann og til dagmömmu, Íris þarf svo að komast í skólann sinn. Ég er farinn úr húsi rétt eftir sjö og dotta í strætó í 3 korter í gegnum höfuðborgarsvæðið, það er oftast voða notalegt!

Svo ákvað Drottningin á heimilinu að þetta gengi ekki lengur og skráði sig í Hress, átak til að styrkja sig og leyfa kroppnum að missa nokkur óþarfa kíló. Þetta er þrisvar í viku, byrjar kl. 06:00 s.s. á morgana og rétt eftir að hún kemur heim, fer ég að dotta í strætó...

En, þetta er ekki búið!

Mig hefur alltaf langað til að prufa að fara í einkasöng. Svo ég skráði mig í 7 vikna námskeið í söngskóla Reykjavíkur. Hef hugsað alltof oft að prufa en ekki gert það, svo í staðinn fyrir að mörgum árum seinna sjá eftir því að ekki hafa prufað, ákvað ég að slá til.
Fór svo í fyrsta tímann á þriðjudaginn og hafði virkilega gaman af! Alveg ótrúlegt hvað hljómurinn breytist í röddinni með aðeins smávægilegum leiðbeiningum...

Púsl! Já, þetta er orðið svolítið púsl...
En, gengur upp!

Svo þarf maður auðvitað að forgangsraða!!!

Þetta voru nýjustu fréttir af FSK fréttamiðlinum að sinni.

....en svo ein lítil loka frétt: þá er sagt að á laugardaginn verði voða stjörnubjart og er von um að ein lítil stjarna muni falla til jarðar rétt hjá okkur í holtinu! Það verður spennandi að sjá það!

Villuráfið ekki á einhverjum vegi, gangið á Drottins vegi.

Karlott

This page is powered by Blogger. Isn't yours?