laugardagur, ágúst 25, 2007

 

Stóra stelpan mín, Petra Rut varð 5 ára þann 24 ágúst.

Fallega, duglega og skemmtilega stóra stelpan mín hún Petra Rut varð 5 ára, 24 ágúst. Hún er fyrsta barn okkar Írisar og finnst pabba hennar hún vera algjörlega dásamleg!
Petra Rut er ákveðin, söngelsk og hugmyndarík. Henni finnst gaman að spila spil og ýmsa leiki, s.s. að tefla eða fara í lönguvitleysu. Að lita og teikna er eitthvað sem henni farnast vel í, enda skapar hún margar fallegar myndirnar.
Hún Petra Rutin mín er gjöf frá Guði og getur pabbi hennar ekki þakkað nóg þau forréttindi að fá að hafa fengið að taka á móti lítilli blárri og rauðri stúlkubarni, öskrandi svo hátt að pabbinn fékk kökk í hálsinn og hvítnaði af forviðan!

Petra Rut mín, ég elska þig allan hringinn og frá hvirfli til ilja.

Þinn pabbi að eilífu, Karlott

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

 

Hálfan daginn... næstu 10 mánuðina!

Frá og með morgundeginum er ég heima fyrrihluta dags og mæti í vinnu eftir hádegi. Það verður gaman. Nýjasta fjölskyldumeðliminum, syni mínum honum Erling Elí er þetta langa frí að þakka. Hann ákvað að leyfa okkur mömmu sinni og systrum að sjá sig þann 3 júní og því orðinn rúm 2 mánaða gamall. Heillar pabba sinn alveg upp úr hárinu...
Það er alveg magnað hvað mikið okkur íslendingum hefur áskotnast með að veita feðrum meiri rétt til fæðingarorlofs. Þetta fyrirkomulag hefði átt að vera löngu orðin eins og það er í dag.

Mikið hefur tíminn liðið fljótt, brátt fer sumarið að ljúka og haustið að hefja innreið sína. Haustið... það er minn tími! Frá því ég bjó í þéttum, sænskum skógi á unglingsárunum og upplifði nálægðina við sænskrar náttúru hefur haustið sérstakan sess í sál minni... mmmm bíð spenntur.

Annars, dáist ég að konunni minni. Hún er búin að vera að skipta um sjávarfiskana okkar og erum við komin núna með ferskvatnsfiska. Hún fór og verslaði tvo 40 kílóa malarpoka fyrir botninn í búrinu og viti menn... bar þá alveg sjálf úr bílnum upp á 2. hæð! Núna veit ég að ég er alveg öruggur... ef ég fell í yfirlið, nú eða dett og get ekki gengið, þá á ég eina sem fer létt með að bera mig heim : )

Þið sem lásuð þetta, nær og fjær:

njótið hverrar stundar

Karlott

This page is powered by Blogger. Isn't yours?