fimmtudagur, mars 24, 2005

 

Að vera kristinn...

...hvað þýðir það?


Lumar þú á ,,réttu" svari?

sunnudagur, mars 06, 2005

 

Takk fyrir!!!

Ég vil senda ykkur sem komu í barnablessun yngstu minnar í gær stórt þakklæti og kveðju, án dásamlegra og hjálpsamra ættingja og vina getur stór veisla orðið lítil og snauð í sniðum. Takk, takk fyrir okkur.

Komið var saman
til barnablessunar
henni Katrínu Töru
fannst það gaman.

Mettaður var mallinn
af djúsí kræsingum
nokkuð víst er að,
margur tútnaði gallinn.

Það var talað og malað
börnin léku sér saman
kotið yfirfullt af fólki
í réttina var vel smalað.

Svo tók kotið að tæmast
einn af öðrum þau gengu
allir glöddust og sungu
lifið heil vinir, þar til næst.



Drottinn Jesú Kristur blessi og varðveiti ykkur alla ævidaga ykkar!

Karlott og frú Íris
Petra Rut stóra syst
Katrín Tara lilla tíst
en ég, ég kom fyrst... hohoho

Kveðja, Karlott

föstudagur, mars 04, 2005

 

Það er kviknað í....

...mig langar nú bara að taka þátt í þessum ,,eldi" sem hefur verið kveiktur hér í Bloggheimi! Hollustubálið! Það er nú þannig að ég hef reynt... frá áramótunum að minnka við mig kaffidrykkjuna um nokkuð. Fékk mér hér áður í kringum 4-6 kaffibolla á dag (sem er galið...skjálfandi eftir hádegið, hjartað í hlaupastuði og hvað eina!), svo ég ákvað að reyna fá mér bara 1 kaffibolla fyrir hádegi og svo 1 eftir. Jamm, það hefur næstum því lukkast : ( En, bara við það að minnka bollafjöldann, minnkuðu einnig eftirköstin svo kölluðu og mér leið bara betur! : )
En, hollustupunkturinn í þessu var að ég byrjaði að fá mér te í stað kaffis á morgnana! Svona Celestial Seasonings Honey Lemon Ginseng te, alveg frábært! GOTT Í MALLANN : )

Mæli með þessu!

Heil og sæl að sinna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?