föstudagur, janúar 20, 2006

 

Þögnin rofin....

Réttindamál samkynhneigðra er búið að vera á síðum blaða síðustu dag og vikur.
Barist er fyrir hjónavígslu og lagalegum rétti til hjónabands. Þessi minnihlutahópur vill ,,knésetja" kirkjuna, fá hana til að breyta sínum vegi, í þágu þeirra.

Nú er eldheit frétt fallin á síður mbl.is á netinu: um tuttugu söfnuðir og 19 einstaklingar sendu frá sér yfirlýsingu um að þeir hafni alfarið þessu baráttumáli samkynhneigðra að fá rétt til kirkjulegrar hjónavígslu og þar með gera samband tveggja karla sem og kvenna að jöfnu við samband karls og konu.

Þetta eru tíðindi!

Nú mun vafalaust verða heitt í hamsi á þessum vettvangi næstu dag, vikur og mánuði og
spennandi verður að sjá hvernig kirkjunnar karlar og konur svara fyrir hönd trúarsannfæringar sinnar og stöðu, hvort umræðan snúist um útúrsnúninga og einhverskonar eigintrúarsannfæringar eða hvort gengið verður útfrá Heilagri ritningu og hvað hún hefur að segja....

Persónulega er ég ánægður með að þessir söfnuðir hafa tekið sinn pól í hæðina, því það hefðu þeir hvort eð er þurft að gera fyrr en síðar og þetta baráttu mál samborgara okkar mun krefjast þess, að kirkjur og söfnuðir, sem og almennt kristið fólk, taki stöðu gagnvart þessum gildum og sinni trúarstöðu í Jesú Kristi.

Jesús sagði: ...ykkar já sé já og ykkar nei sé nei! Engin vafi þar á!


Megum við öll taka á móti náð Jesú Krist og iðrast synda okkar. Öll erum við fædd undir syndinni og öll skortir okkur Guðs dýrð.

En, Jesús kom til þess, að okkur þurfti ekki að skorta neins framar, heldur hafa líf, líf í fullri gnægð!

Svo er bara að sjá hvað setur.... en þangað til, farið vel með ykkur og breytið rétt, gangið á vegi Drottins.

Skoðun: Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?