mánudagur, janúar 30, 2006
Sofið út...
Verð að segja frá því... en síðustu mánuði síðan yngri dóttur mín fæddist hefur litli orkuboltinn vakið foreldrar sína mjög árla morguns! Svona ekki mikið seinna en hálf sex á morgnana...! Þó stundum gerði enn betur og vaknaði á milli 4 og hálf 5....
Þetta er ögn of snemmt samkvæmt minni klukku og hafa pabbinn og mamman stundum verið pínu pirruð á þessu....hmm
Allavegana. Í morgun fer fallega konan mín í leikfimina rétt fyrir 6 og í stað þess að snúllan vaknaði og drifi pabban einnig framúr, haldið þið ekki að hún svaf sínu sætasta til korter í 7!!
Þetta er kannski svona óskiljanlegt ,,blogg" fyrir þá sem lesa það en... þið mynduð skilja mig ef þið mynduð hafa vaknað við barnagrátur á hverjum degi fyrir klukkan 5 í næst sem heilt ár....
Svo pabbinn fékk að ,,sofa út" á virkum degi og pabbi segir bara: Takk litla dúllan mín!
Að öðru, þá langaði mér til að segja frá lítilli sögu.
Einu sinni var, í mosagrænu hrauni,
lítill drengur, með rauða húfu á höfði.
Hann sat og tálgaði sverð úr spýtu,
á himnum flugu vorfuglarnir yfir.
Niður í fjöru, ljósblá viðarskekta lá,
blaut eftir morgunsins útróður.
Bátsmaður lág hrjótandi í læk,
lítill drengur með viðarsverð hló.
Hláturstár runnu niður rjóðar kinnar,
við kot var aflinn verkaður og unninn.
Augu pírð og skimað var eftir rauðri húfu,
komið var að hádegismat: hvar er hann?
Mamma, mamma! Skræk rödd hljómaði á hlaupum,
prjónuð rauð húfa sást við hól.
,,Hann, bátsmaðurinn var sofandi, svo
rúllaði hann af grasinu og beint ofaní..."
,,Ofaní"? Hváði mamman. ,,Já, í lækinn"!
Og og og... hann vaknaði ekki einu sinni!
Hláturinn brast aftur fram, augun vöknuðu,
drengnum var skemmt og mamma, já mamma hló með!
Njótið dagsins og Guð veri með og í ykkur!
Þetta er ögn of snemmt samkvæmt minni klukku og hafa pabbinn og mamman stundum verið pínu pirruð á þessu....hmm
Allavegana. Í morgun fer fallega konan mín í leikfimina rétt fyrir 6 og í stað þess að snúllan vaknaði og drifi pabban einnig framúr, haldið þið ekki að hún svaf sínu sætasta til korter í 7!!
Þetta er kannski svona óskiljanlegt ,,blogg" fyrir þá sem lesa það en... þið mynduð skilja mig ef þið mynduð hafa vaknað við barnagrátur á hverjum degi fyrir klukkan 5 í næst sem heilt ár....
Svo pabbinn fékk að ,,sofa út" á virkum degi og pabbi segir bara: Takk litla dúllan mín!
Að öðru, þá langaði mér til að segja frá lítilli sögu.
Einu sinni var, í mosagrænu hrauni,
lítill drengur, með rauða húfu á höfði.
Hann sat og tálgaði sverð úr spýtu,
á himnum flugu vorfuglarnir yfir.
Niður í fjöru, ljósblá viðarskekta lá,
blaut eftir morgunsins útróður.
Bátsmaður lág hrjótandi í læk,
lítill drengur með viðarsverð hló.
Hláturstár runnu niður rjóðar kinnar,
við kot var aflinn verkaður og unninn.
Augu pírð og skimað var eftir rauðri húfu,
komið var að hádegismat: hvar er hann?
Mamma, mamma! Skræk rödd hljómaði á hlaupum,
prjónuð rauð húfa sást við hól.
,,Hann, bátsmaðurinn var sofandi, svo
rúllaði hann af grasinu og beint ofaní..."
,,Ofaní"? Hváði mamman. ,,Já, í lækinn"!
Og og og... hann vaknaði ekki einu sinni!
Hláturinn brast aftur fram, augun vöknuðu,
drengnum var skemmt og mamma, já mamma hló með!
Njótið dagsins og Guð veri með og í ykkur!