miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Smá tungubrjótur...
Segið þetta hratt:
Æðarfiðrið er frá Nirði niðri í Borgarfirði nyrðri.
...bændurnir eru hvassir!
Æðarfiðrið er frá Nirði niðri í Borgarfirði nyrðri.
...bændurnir eru hvassir!
Nautn....
Skrúfað frá krananum, hitinn blandaður:
kalt vatn í réttu magni við heitt vatn.
Bunan dunar, dropar þeytast, baðkar fyllist!
Skrúfað fyrir kranann, stigið ofnaí... mmm!
39 gráður heitt vatn umlykur líkamann.
Heitar gufur stíga upp í loft, ljós er slökkt!
Jólalegt kerti í grænum lit logar ákaft en blítt!
Hugur leitar að frið, kroppur að hvíld, ró!
Kyrrð!
Fætur blautir, tylla sér á baðkarskant.... þreytan sleppur!
Hnakki sígur undir vatnsyfirborð, nær hárinu og nuddar...
Augnlokin falla.... hjartað róast.
Úti, blæs kaldur vindur. Snjór og frost haldast hönd í hönd.
Steyptur veggur skilur að... mýkt eða harðneskja!
Fyrir innan, langþráð nautn...
... langþráð nautn!
kalt vatn í réttu magni við heitt vatn.
Bunan dunar, dropar þeytast, baðkar fyllist!
Skrúfað fyrir kranann, stigið ofnaí... mmm!
39 gráður heitt vatn umlykur líkamann.
Heitar gufur stíga upp í loft, ljós er slökkt!
Jólalegt kerti í grænum lit logar ákaft en blítt!
Hugur leitar að frið, kroppur að hvíld, ró!
Kyrrð!
Fætur blautir, tylla sér á baðkarskant.... þreytan sleppur!
Hnakki sígur undir vatnsyfirborð, nær hárinu og nuddar...
Augnlokin falla.... hjartað róast.
Úti, blæs kaldur vindur. Snjór og frost haldast hönd í hönd.
Steyptur veggur skilur að... mýkt eða harðneskja!
Fyrir innan, langþráð nautn...
... langþráð nautn!
föstudagur, nóvember 18, 2005
Fyrir tilvonandi lögfræðinga og áhugafólk um lögfræði...
Case of the Pregnant Lady
An 8-month pregnant lady got on a bus. She noticed the man opposite her was smiling at her, so she immediately moved to another seat.
This time the smile turned into a grin, so she moved again. The man seemed more amused.
On the fourth move, the man burst out laughing. She complained to the driver, and he had the man arrested.
The case came up in court. The judge asked the 20-year old man what he had to say for himself.
The man replied, "Well your Honor, it was like this: When the lady got on the bus, I couldn't help but notice her condition. She sat down under a sign that said, 'The Double Mint Twins are Coming,' and I smiled. Then she moved and sat under a sign that said, 'Logan's Liniment will reduce the swelling,' and I had to grin. Then she placed herself under a deodorant sign that said, 'William's Big Stick Did the Trick,' and I could hardly contain myself. BUT, your Honor, when she moved the fourth time and sat under a sign that said, 'Goodyear Rubber could have prevented this
Accident'... I just lost it."
The judge’s ruling? "CASE DISMISSED!"
An 8-month pregnant lady got on a bus. She noticed the man opposite her was smiling at her, so she immediately moved to another seat.
This time the smile turned into a grin, so she moved again. The man seemed more amused.
On the fourth move, the man burst out laughing. She complained to the driver, and he had the man arrested.
The case came up in court. The judge asked the 20-year old man what he had to say for himself.
The man replied, "Well your Honor, it was like this: When the lady got on the bus, I couldn't help but notice her condition. She sat down under a sign that said, 'The Double Mint Twins are Coming,' and I smiled. Then she moved and sat under a sign that said, 'Logan's Liniment will reduce the swelling,' and I had to grin. Then she placed herself under a deodorant sign that said, 'William's Big Stick Did the Trick,' and I could hardly contain myself. BUT, your Honor, when she moved the fourth time and sat under a sign that said, 'Goodyear Rubber could have prevented this
Accident'... I just lost it."
The judge’s ruling? "CASE DISMISSED!"
mánudagur, nóvember 14, 2005
Kitl.... strjúk! Eða var það klapp...?
Enn eitt æðið tekur við af öðru (hefur fólk ekkert annað að gera í lífinu en að blogga og búa til einhver æði!!!?
Jæja... hvenær sagði einhver ég ekki vera ÆÐISLEGUR? Ætli maður verður ekki að gefa umheiminum eitthvað?
Hérna kemur það:
1. Hvað er klukkan? 08:38
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Guðbjartur Karlott Ólafsson
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Karlott, sá eini á Íslandi og heiti í höfuðið á ömmu Karlottu heitinni.
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Átsj! :O man það ekki!
5. Hár? Stutt, skollitað en fyrir löngu byrjað að grána. Þið vitið, viskuliturinn!
6. Göt? Var með eitt í hægra eyra en þegar ég flutti til Svíþjóðar þá var mér tjáð að aðeins samkynhneigðir karlmenn væru með gatið hægra megin... svo það fékk að róa!
7. Fæðingarstaður? Í gamla sjúkrahúsinu á yndislega staðnum Ísafirði
8. Hvar býrðu? Hafnarfirði
9. Uppáhaldsmatur? Borða flest, samt ekki mikið fyrir ,,fleeesk"! Tilbúinn að prufa allt! Annars finnst mér íslenskt lambakjöt og íslenskur fiskur vera mjög gott. Er einnig æstur í kalda grauta, svona: sveskju-, jarðaberja- og alla þvílíka grauta með miklum rjóma.... NAMMI NAMM!
10. Einhvern tímann elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Já, það verður víst að segjast. Fortíðin er ýmsu stráð, þyrnum sem rósum!
11. Gulrót eða beikonbitar? Vad menar du! Auðvitað bæði, en gulræturnar eru betri!
12. Uppáhalds vikudagur? Æi, þeir eru allir jafn klikkaðir, magnaðir, góðir, notalegir, óþægilegir og já, fínir! Þakklátur Guði fyrir hvern dag sem ég lifi!
13. Uppáhalds veitingastaður? allir kósý og matargóðir staðir með góðri þjónustu...
14. Uppáhalds blóm? Mjög mörg! Rósin alltaf sígild, þó svo venjuleg íslensk vor- og sumarblóm eru afar falleg og prýða tilveruna vel!
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Þó ég sé á móti siðferðinu í íþróttinni þá finnst mér spennandi að horfa á hnefaleika! Einnig blak og fimleika!
16. Uppáhalds drykkur? Vatn, kaffi, gott vín, bjór og berjasafar af skandinavískum uppruna...mmmmmmm! Jæææks! Ég sagði vín og bjór....
17. Disney eða Warner brothers? Bæði skemmtilegt á köflum.
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Pylsuvagninn og því um líkt!
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en væri alveg til í að hafa eitthvað hlýtt og mjúkt að stíga ofan á þegar maður færi framúr á morganna...
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Man það ekki.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Einhverri veiðibúð...hmmm
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Bora í nefið! (djók) Ýmislegt, t.d. skamma Írisi fyrir að vera í tölvunni svo að ég komist ekki í hana, fer út að veiða, hangi með kúlusúkk í einni og pepsimax í hinni og glápi svo á Americas next top model..... (maður verður að vera í tengslum við sína mýkri hlið eða hvað)?
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Sú spurning sem gerir mig pirraðann eins og: Karlott, þessi leið er ekkert styttri en þessi leið..(Íris að leiðbeina manninum sínum... hmm)
24. Hvenær ferðu að sofa? Þegar Íris skipar mér til... Nei, nú verð ég að hætta! Ef ég væri óskynsamur yrði það eftir miðnætti en vanalega um 11.
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Ég Karlott!
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki?
Got no idea!
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? (þið sáuð þetta ekki...) Americas next top model, the contender (þegar var og hét), ýmsir þættir á Ómega ásamt ýmsum heimilda, fornleifa og vísindaþættir...
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Með stórjöxlum tengdum Brekku- og Skaftaættinni og fleirum mikilmennum!
29. Ford eða Chevy? Meinaru Harrison Ford eða Chevy Chase, sem sagt leikararnir? Nei, er ekki mikið fyrir bílana, allavegana ekki eins mikið og hann fíni karl Kiddi!
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? Heilar 20 mínútur
Þá er það komið á borðið og nú skyldi engum detta í hug annað en ég sé ennþá ágætis gaur, allavegana er maður í speglinum á hverjum morgni sem segir mér það! : )
Eigið góóóóðan dag!
Jæja... hvenær sagði einhver ég ekki vera ÆÐISLEGUR? Ætli maður verður ekki að gefa umheiminum eitthvað?
Hérna kemur það:
1. Hvað er klukkan? 08:38
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Guðbjartur Karlott Ólafsson
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Karlott, sá eini á Íslandi og heiti í höfuðið á ömmu Karlottu heitinni.
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Átsj! :O man það ekki!
5. Hár? Stutt, skollitað en fyrir löngu byrjað að grána. Þið vitið, viskuliturinn!
6. Göt? Var með eitt í hægra eyra en þegar ég flutti til Svíþjóðar þá var mér tjáð að aðeins samkynhneigðir karlmenn væru með gatið hægra megin... svo það fékk að róa!
7. Fæðingarstaður? Í gamla sjúkrahúsinu á yndislega staðnum Ísafirði
8. Hvar býrðu? Hafnarfirði
9. Uppáhaldsmatur? Borða flest, samt ekki mikið fyrir ,,fleeesk"! Tilbúinn að prufa allt! Annars finnst mér íslenskt lambakjöt og íslenskur fiskur vera mjög gott. Er einnig æstur í kalda grauta, svona: sveskju-, jarðaberja- og alla þvílíka grauta með miklum rjóma.... NAMMI NAMM!
10. Einhvern tímann elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Já, það verður víst að segjast. Fortíðin er ýmsu stráð, þyrnum sem rósum!
11. Gulrót eða beikonbitar? Vad menar du! Auðvitað bæði, en gulræturnar eru betri!
12. Uppáhalds vikudagur? Æi, þeir eru allir jafn klikkaðir, magnaðir, góðir, notalegir, óþægilegir og já, fínir! Þakklátur Guði fyrir hvern dag sem ég lifi!
13. Uppáhalds veitingastaður? allir kósý og matargóðir staðir með góðri þjónustu...
14. Uppáhalds blóm? Mjög mörg! Rósin alltaf sígild, þó svo venjuleg íslensk vor- og sumarblóm eru afar falleg og prýða tilveruna vel!
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Þó ég sé á móti siðferðinu í íþróttinni þá finnst mér spennandi að horfa á hnefaleika! Einnig blak og fimleika!
16. Uppáhalds drykkur? Vatn, kaffi, gott vín, bjór og berjasafar af skandinavískum uppruna...mmmmmmm! Jæææks! Ég sagði vín og bjór....
17. Disney eða Warner brothers? Bæði skemmtilegt á köflum.
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Pylsuvagninn og því um líkt!
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en væri alveg til í að hafa eitthvað hlýtt og mjúkt að stíga ofan á þegar maður færi framúr á morganna...
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Man það ekki.
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Einhverri veiðibúð...hmmm
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Bora í nefið! (djók) Ýmislegt, t.d. skamma Írisi fyrir að vera í tölvunni svo að ég komist ekki í hana, fer út að veiða, hangi með kúlusúkk í einni og pepsimax í hinni og glápi svo á Americas next top model..... (maður verður að vera í tengslum við sína mýkri hlið eða hvað)?
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Sú spurning sem gerir mig pirraðann eins og: Karlott, þessi leið er ekkert styttri en þessi leið..(Íris að leiðbeina manninum sínum... hmm)
24. Hvenær ferðu að sofa? Þegar Íris skipar mér til... Nei, nú verð ég að hætta! Ef ég væri óskynsamur yrði það eftir miðnætti en vanalega um 11.
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Ég Karlott!
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki?
Got no idea!
27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? (þið sáuð þetta ekki...) Americas next top model, the contender (þegar var og hét), ýmsir þættir á Ómega ásamt ýmsum heimilda, fornleifa og vísindaþættir...
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Með stórjöxlum tengdum Brekku- og Skaftaættinni og fleirum mikilmennum!
29. Ford eða Chevy? Meinaru Harrison Ford eða Chevy Chase, sem sagt leikararnir? Nei, er ekki mikið fyrir bílana, allavegana ekki eins mikið og hann fíni karl Kiddi!
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? Heilar 20 mínútur
Þá er það komið á borðið og nú skyldi engum detta í hug annað en ég sé ennþá ágætis gaur, allavegana er maður í speglinum á hverjum morgni sem segir mér það! : )
Eigið góóóóðan dag!
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Þessar hvítu rákir, hvað haldið þær séu?
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Hvað skoðun hafið þið....
...ætti ég að kaupa mér bát?
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Minnkandi harðjaxl...?
Fór til tannlæknis í gær. Tannlæknirinn minn er ekki karl heldur er hann kona. Afar viðkunnanleg og góð kona. Það spillir svo ekki fyrir að tanntæknirinn hennar er náskyld frænka mín, sem einnig er afar viðkunnanleg og góð.
Svo þetta var nú svo sem allt afar viðkunnanlegt og gott eeeen......
Þarna lág ég með ,,jaxlinn" í höndum þessara viðkunnuglegra kvenna og allt valdssvið mitt njörvað niður á tannlæknabekkinn, munnurinn galopinn og fjögur augu gapandi ofaní.... Draga skal úr JAXL!
Fyrir aftan mig stóðu þær: tanntæknirinn hélt uppi tveimur harðneskjulegum krómuðum töngum fyrir framan tannlækninn og spurði: ,,hvora eigum við að velja"?
Hugsandi lág ég og hallaði höfðinu aftur til að ,,kíkja" á tangirnar.... Sagði svo: ,,veljið bara þá bleiku"!
Upp skall hlátur hjá þeim viðkunnanlegu og góðu, sjálfur hugsaði ég: hvað ef önnur hafði verið bleik! : )
Hafist var handa.
Tannateymið komu sér fyrir í stellingarnar, töngin munduð og BRAAAAK.... SNÚÚÚ.... BRAAAK.... oooooog....
Eins og hendi var veifað... ,,KOMIÐ"! Sagði tannlæknirinn.
,,Þetta var fljótt afgreitt", hugsaði ég með mér og var afskaplega feginn að ,,operation toothrelease" væri lokið.
,,Alveg magnað", hugsaði ég! Hluti úr mér bara farinn, hvað er svona jaxl mikið hlutfall af sjálfum mér.... 1 prósent?
Er þá 98 prósent eftir af mér? (hef nefnilega áður upplifað: ,,operation toothrelease" á sænskri grundu...).
Þakkaði fyrir mig en spurði tannlæknirinn rétt áður en ég skaust út: Hvernig upplifun var það er þú tókst úr þína fyrstu kúnnatönn?
Hún svaraði með glotti: ,,það var gott"!
Ég hló!
já þetta er mögnuð tilvera.....
Svo þetta var nú svo sem allt afar viðkunnanlegt og gott eeeen......
Þarna lág ég með ,,jaxlinn" í höndum þessara viðkunnuglegra kvenna og allt valdssvið mitt njörvað niður á tannlæknabekkinn, munnurinn galopinn og fjögur augu gapandi ofaní.... Draga skal úr JAXL!
Fyrir aftan mig stóðu þær: tanntæknirinn hélt uppi tveimur harðneskjulegum krómuðum töngum fyrir framan tannlækninn og spurði: ,,hvora eigum við að velja"?
Hugsandi lág ég og hallaði höfðinu aftur til að ,,kíkja" á tangirnar.... Sagði svo: ,,veljið bara þá bleiku"!
Upp skall hlátur hjá þeim viðkunnanlegu og góðu, sjálfur hugsaði ég: hvað ef önnur hafði verið bleik! : )
Hafist var handa.
Tannateymið komu sér fyrir í stellingarnar, töngin munduð og BRAAAAK.... SNÚÚÚ.... BRAAAK.... oooooog....
Eins og hendi var veifað... ,,KOMIÐ"! Sagði tannlæknirinn.
,,Þetta var fljótt afgreitt", hugsaði ég með mér og var afskaplega feginn að ,,operation toothrelease" væri lokið.
,,Alveg magnað", hugsaði ég! Hluti úr mér bara farinn, hvað er svona jaxl mikið hlutfall af sjálfum mér.... 1 prósent?
Er þá 98 prósent eftir af mér? (hef nefnilega áður upplifað: ,,operation toothrelease" á sænskri grundu...).
Þakkaði fyrir mig en spurði tannlæknirinn rétt áður en ég skaust út: Hvernig upplifun var það er þú tókst úr þína fyrstu kúnnatönn?
Hún svaraði með glotti: ,,það var gott"!
Ég hló!
já þetta er mögnuð tilvera.....