miðvikudagur, nóvember 02, 2005

 

Minnkandi harðjaxl...?

Fór til tannlæknis í gær. Tannlæknirinn minn er ekki karl heldur er hann kona. Afar viðkunnanleg og góð kona. Það spillir svo ekki fyrir að tanntæknirinn hennar er náskyld frænka mín, sem einnig er afar viðkunnanleg og góð.
Svo þetta var nú svo sem allt afar viðkunnanlegt og gott eeeen......

Þarna lág ég með ,,jaxlinn" í höndum þessara viðkunnuglegra kvenna og allt valdssvið mitt njörvað niður á tannlæknabekkinn, munnurinn galopinn og fjögur augu gapandi ofaní.... Draga skal úr JAXL!

Fyrir aftan mig stóðu þær: tanntæknirinn hélt uppi tveimur harðneskjulegum krómuðum töngum fyrir framan tannlækninn og spurði: ,,hvora eigum við að velja"?
Hugsandi lág ég og hallaði höfðinu aftur til að ,,kíkja" á tangirnar.... Sagði svo: ,,veljið bara þá bleiku"!
Upp skall hlátur hjá þeim viðkunnanlegu og góðu, sjálfur hugsaði ég: hvað ef önnur hafði verið bleik! : )

Hafist var handa.
Tannateymið komu sér fyrir í stellingarnar, töngin munduð og BRAAAAK.... SNÚÚÚ.... BRAAAK.... oooooog....

Eins og hendi var veifað... ,,KOMIÐ"! Sagði tannlæknirinn.

,,Þetta var fljótt afgreitt", hugsaði ég með mér og var afskaplega feginn að ,,operation toothrelease" væri lokið.

,,Alveg magnað", hugsaði ég! Hluti úr mér bara farinn, hvað er svona jaxl mikið hlutfall af sjálfum mér.... 1 prósent?
Er þá 98 prósent eftir af mér? (hef nefnilega áður upplifað: ,,operation toothrelease" á sænskri grundu...).

Þakkaði fyrir mig en spurði tannlæknirinn rétt áður en ég skaust út: Hvernig upplifun var það er þú tókst úr þína fyrstu kúnnatönn?

Hún svaraði með glotti: ,,það var gott"!

Ég hló!

já þetta er mögnuð tilvera.....

Skoðun:
Já, núna ertu bara ekki sami maðurinn og ég giftist!!
Annars er fínt að þetta er búið!! ;)
 
Hvort skyldi ég vera þá, betri eða verri fyrir vikið?

Sammála þessu síðasta! : )
 
Ég sé þetta alveg fyrir mér og mikið held ég að það hafi verið gaman hjá tannlæknafólkinu þennan dag. Gaman að lesa svona líflegt blogg. Kveðja Erla tengdó
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?