fimmtudagur, október 27, 2005
Væri þetta ekki áhugavert?
Væn eiginkona!
Dag nokkurn kom húsbóndinn í seinna lagi heim.
Á borðinu fann hann miða með orðsendingu frá eiginkonunni:
,,Halló elskan!
Maturinn er tilbúinn í ofninum. Ofninn er skápurinn í eldhúsinu sem glerrúðan er á og eldhúsið er stóra herbergið bak við dyrnar inn í borðstofuna..."
Á borðinu fann hann miða með orðsendingu frá eiginkonunni:
,,Halló elskan!
Maturinn er tilbúinn í ofninum. Ofninn er skápurinn í eldhúsinu sem glerrúðan er á og eldhúsið er stóra herbergið bak við dyrnar inn í borðstofuna..."
miðvikudagur, október 26, 2005
Já má hann lifa...
...syngur svíinn um!
Heil hundruð ár... og þegar hann hefur lifað í heil hundruð ár þá má ýta honum áfram í hjólbörum... hahaha
(þetta er laus þýðing úr afmælissöng svía...)
HANN TENGDAPABBI ERLING Á AFMÆLI OG VIL ÉG ÓSKA HONUM TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!
Það hefur verið sannkölluð blessun að fá að kynnast honum Erling og viti einhver um betri tengdaföður þá skal hann tala við mig...ég get sko sagt honum annað : )
Kvittað og vottað af
Karlott
Heil hundruð ár... og þegar hann hefur lifað í heil hundruð ár þá má ýta honum áfram í hjólbörum... hahaha
(þetta er laus þýðing úr afmælissöng svía...)
HANN TENGDAPABBI ERLING Á AFMÆLI OG VIL ÉG ÓSKA HONUM TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!
Það hefur verið sannkölluð blessun að fá að kynnast honum Erling og viti einhver um betri tengdaföður þá skal hann tala við mig...ég get sko sagt honum annað : )
Kvittað og vottað af
Karlott
föstudagur, október 21, 2005
Hugsun...
Dagur byrjar, börnin fara
þotið er af stað, umferðin býður
Litlir kossar, stórir kossar
konan kveður, litla kveður en
sú stóra segir pass...
Pabbinn þeysist áfram á malbikinu,
hvítungurinn á 32 tommunum malar áfram
Krílin deila deginum á ólíkum stöðum,
önnur á leikskóla og hin hjá dagmömmu...
...en mamma, grúfir yfir skólabókum
Setið er liðlangan daginn í banka landsmanna,
ekki eru taldir peningar hér þó eflaust þar...
...en póstur flokkaður er og sendur áfram,
glaðningur eða ekki, bréfin eru opnuð og skoðuð og
stundum finnast þeir ekki sem bréfin eiga að fá...
...þá flækist mál.
Kallar og konur ganga um, sumir kunna á brosið en
aðrir hafa ekki uppgötvað leyndardóma gleðinnar.
Já, gleðin er ekki keypt né seld, hún fæðist ef
ef henni er getið...
...það þarf aðeins að hleypa henni að.
Svona er þetta stundum, kátt er í gleðibankanum.
þotið er af stað, umferðin býður
Litlir kossar, stórir kossar
konan kveður, litla kveður en
sú stóra segir pass...
Pabbinn þeysist áfram á malbikinu,
hvítungurinn á 32 tommunum malar áfram
Krílin deila deginum á ólíkum stöðum,
önnur á leikskóla og hin hjá dagmömmu...
...en mamma, grúfir yfir skólabókum
Setið er liðlangan daginn í banka landsmanna,
ekki eru taldir peningar hér þó eflaust þar...
...en póstur flokkaður er og sendur áfram,
glaðningur eða ekki, bréfin eru opnuð og skoðuð og
stundum finnast þeir ekki sem bréfin eiga að fá...
...þá flækist mál.
Kallar og konur ganga um, sumir kunna á brosið en
aðrir hafa ekki uppgötvað leyndardóma gleðinnar.
Já, gleðin er ekki keypt né seld, hún fæðist ef
ef henni er getið...
...það þarf aðeins að hleypa henni að.
Svona er þetta stundum, kátt er í gleðibankanum.
sunnudagur, október 16, 2005
10 í einkunn!
Íris mín var í bókhaldsprófi um daginn... 103 nemendur spreyttu sig á því.... fjórir voru efstir með 10 og Íris var ein af þeim!!!
Flott hjá henni : )
Hún er víst ekki óvön tíunum... náði allmörgum á menntaskólaárunum...
Já, til hamingju Íris mín!
ps: það greinilega borgar sig að lesa vel og gaumgæfilega... og svo að hafa gaman af þessu öllu saman!
Njótið lífsins!
Flott hjá henni : )
Hún er víst ekki óvön tíunum... náði allmörgum á menntaskólaárunum...
Já, til hamingju Íris mín!
ps: það greinilega borgar sig að lesa vel og gaumgæfilega... og svo að hafa gaman af þessu öllu saman!
Njótið lífsins!
föstudagur, október 14, 2005
Pabba dagar...
Síðustu daga hefur konan mín hún Íris lítið verið á heimilinu... próftörn er í gangi og það lá við að ég færi með svefnpoka og snyrtibudduna hennar niður í skólann þar sem hún heldur sig og færði henni.....
En, hún er dugleg að lesa, það er alveg klárt mál og ef Guð lofar, nær hún náminu þrepi fyrir þrep og endar sem lögfræðingur!
Ég hef sem sagt verið með skvísurnar mínar tvær extra mikið síðustu daga og höfum við skemmt okkur prýðilega! Sé samt að það er nokkuð fyrirtæki að fara með eina 3 ára og eina 10 mánaða hingað og þangað... hélt kannski þetta væri minna mál en...hm!
Þær eru samt svo skemmtilegar og þolinmóðar við pabba sinn að samveran hefur gengið hnökurlaust fyrir sig (að mestu...) og þegar uppi er staðið átta ég mig á einu afar mikilvægu...
...hvað það er dásamlegt að eiga börn!
Ég er þakklátur pabbi
Eigið góðan dag!
En, hún er dugleg að lesa, það er alveg klárt mál og ef Guð lofar, nær hún náminu þrepi fyrir þrep og endar sem lögfræðingur!
Ég hef sem sagt verið með skvísurnar mínar tvær extra mikið síðustu daga og höfum við skemmt okkur prýðilega! Sé samt að það er nokkuð fyrirtæki að fara með eina 3 ára og eina 10 mánaða hingað og þangað... hélt kannski þetta væri minna mál en...hm!
Þær eru samt svo skemmtilegar og þolinmóðar við pabba sinn að samveran hefur gengið hnökurlaust fyrir sig (að mestu...) og þegar uppi er staðið átta ég mig á einu afar mikilvægu...
...hvað það er dásamlegt að eiga börn!
Ég er þakklátur pabbi
Eigið góðan dag!
þriðjudagur, október 11, 2005
...gengur um eins og öskrandi ljón!
Það er alveg hrikalegt að sitja og sjá þá hörmungar sem hafa gengið yfir fólkið í Pakistan og nágrenni: yfir 30000 manns dáið og talan stígur enn! Allt er á tjá og tundri, eyðileggingin ótrúleg og erfitt er fyrir hjálparsveitarmenn og ættingja að komast að svæðunum vegna erfiðrar aðkomu og skorts á tækjabúnaði til björgunar, þeirra sem í rústunum eru, dánir eða lifandi...
Í Darfúr í Afríku eru meira en 1,2 miljónir manna á flótta... fjórfalt íslendingar! Þjóðarmorð! Líf karla, kvenna og barna er svívirt, vanvirt og slátrað! Hundruð þúsundir manna hungrar (eflaust er talan margfalt sinnum hærri í raun...)...
Á Íslandi, fimm systur misnotaðar, vanvirtar, særðar, barðar... af föður sínum! Seldar fyrir drykkjupening, skemmdra manna í leit að fullnægingu!
Þetta gerðist fyrir mörgum árum, í dag standa þær saman, sterkar, horfa framávið, pabbinn dáinn, skrímslið dautt...
Aðeins brot af því sem gerist í okkar heimi í dag.
Ég sá fréttir um þessa atburði og hamfarir.
Ég táraðist: það voru einhverjir í Darfúr, menn sem hafa valið að gera illt, þeir hentu barni inn í kofa sem þeir höfðu kveikt í ásamt ættingja barnsins... þeir tóku barnið og hentu því inní brennandi kofann, inn í brennandi kofann...
Maður á ekki orð!
Þetta eru hrikalegar staðreyndir!
Hvers þarfnast heimurinn?
Hann kom inn í heiminn en heimurinn tók ekki á móti Honum.
Hann er sá sem dó fyrir syndir hvers manns, líka þeirra sem eru skrímslin og illu mennirnir í ofangreindum frásögnum...
Hann elskar sérhvert mannsbarn og vill að við iðrumst, snúum við frá hinu illa, að við tökum ekki þátt í því heldur svörum góðu með illu!
Hann er Jesús, Guð í holdi fæddur sem þráir að fá að vera í hjarta og lífi hvers manns...
... já heimurinn þarfnast svo sannarlega eitthvað gott!
Karlott
Í Darfúr í Afríku eru meira en 1,2 miljónir manna á flótta... fjórfalt íslendingar! Þjóðarmorð! Líf karla, kvenna og barna er svívirt, vanvirt og slátrað! Hundruð þúsundir manna hungrar (eflaust er talan margfalt sinnum hærri í raun...)...
Á Íslandi, fimm systur misnotaðar, vanvirtar, særðar, barðar... af föður sínum! Seldar fyrir drykkjupening, skemmdra manna í leit að fullnægingu!
Þetta gerðist fyrir mörgum árum, í dag standa þær saman, sterkar, horfa framávið, pabbinn dáinn, skrímslið dautt...
Aðeins brot af því sem gerist í okkar heimi í dag.
Ég sá fréttir um þessa atburði og hamfarir.
Ég táraðist: það voru einhverjir í Darfúr, menn sem hafa valið að gera illt, þeir hentu barni inn í kofa sem þeir höfðu kveikt í ásamt ættingja barnsins... þeir tóku barnið og hentu því inní brennandi kofann, inn í brennandi kofann...
Maður á ekki orð!
Þetta eru hrikalegar staðreyndir!
Hvers þarfnast heimurinn?
Hann kom inn í heiminn en heimurinn tók ekki á móti Honum.
Hann er sá sem dó fyrir syndir hvers manns, líka þeirra sem eru skrímslin og illu mennirnir í ofangreindum frásögnum...
Hann elskar sérhvert mannsbarn og vill að við iðrumst, snúum við frá hinu illa, að við tökum ekki þátt í því heldur svörum góðu með illu!
Hann er Jesús, Guð í holdi fæddur sem þráir að fá að vera í hjarta og lífi hvers manns...
... já heimurinn þarfnast svo sannarlega eitthvað gott!
Karlott
föstudagur, október 07, 2005
Áhugaverð síða...
www.wayofthemaster.com
Karlott
Karlott
mánudagur, október 03, 2005
Helgin sem leið...
Rétt fyrir helgi var ég heima með kvef og við það missti ég röddina. Það er svona með þetta kvef eða flensur, þær koma án samþykktar og leyfis!
Í gríni segi ég að þetta sé samráð á milli þeirra sem eru í gena-veiruþróunarbransanum, lækna og lyfjaframleiðenda....
Veiran er búin til, send út í andrúmsloftið og mannfólkið veikist, stekkur til og kaupir heimsókn hjá lækni sem síðan skrifar út recept með feitri summu... Skiljið þið?!!
Nee, ætli það. En það er sérstakt þetta með hvernig inflúensan kemur eins og farandsfugl frá Evrópu eða Asíu, alltaf í kringum sama tíma á hverju ári... Og svo heyrir maður landlæknir vera að tilkynna að ,,hún" sé á leiðinni... Geta menn ekki bara sagt: hey, stopp! Nei, nei ekki lengra góða!
Þrátt fyrir kvef og sull, varð ég að komast í veiði þessa helgina... Svo hringdi tengdapabbi um morguninn og spurði hvort ég væri til... Og það kom ekki á óvart, en ég skellti mér með.
Útkomuna eftir veiðiferðina getið þið séð í Flugukassanum!
Svo kórónaðist verkið í gær þegar fiskurinnn var settur á grillið að hætti tengdapabba og smakkaðist allvel!
Út og yfir,
þangað og hingað!
Í gríni segi ég að þetta sé samráð á milli þeirra sem eru í gena-veiruþróunarbransanum, lækna og lyfjaframleiðenda....
Veiran er búin til, send út í andrúmsloftið og mannfólkið veikist, stekkur til og kaupir heimsókn hjá lækni sem síðan skrifar út recept með feitri summu... Skiljið þið?!!
Nee, ætli það. En það er sérstakt þetta með hvernig inflúensan kemur eins og farandsfugl frá Evrópu eða Asíu, alltaf í kringum sama tíma á hverju ári... Og svo heyrir maður landlæknir vera að tilkynna að ,,hún" sé á leiðinni... Geta menn ekki bara sagt: hey, stopp! Nei, nei ekki lengra góða!
Þrátt fyrir kvef og sull, varð ég að komast í veiði þessa helgina... Svo hringdi tengdapabbi um morguninn og spurði hvort ég væri til... Og það kom ekki á óvart, en ég skellti mér með.
Útkomuna eftir veiðiferðina getið þið séð í Flugukassanum!
Svo kórónaðist verkið í gær þegar fiskurinnn var settur á grillið að hætti tengdapabba og smakkaðist allvel!
Út og yfir,
þangað og hingað!