mánudagur, október 03, 2005
Helgin sem leið...
Rétt fyrir helgi var ég heima með kvef og við það missti ég röddina. Það er svona með þetta kvef eða flensur, þær koma án samþykktar og leyfis!
Í gríni segi ég að þetta sé samráð á milli þeirra sem eru í gena-veiruþróunarbransanum, lækna og lyfjaframleiðenda....
Veiran er búin til, send út í andrúmsloftið og mannfólkið veikist, stekkur til og kaupir heimsókn hjá lækni sem síðan skrifar út recept með feitri summu... Skiljið þið?!!
Nee, ætli það. En það er sérstakt þetta með hvernig inflúensan kemur eins og farandsfugl frá Evrópu eða Asíu, alltaf í kringum sama tíma á hverju ári... Og svo heyrir maður landlæknir vera að tilkynna að ,,hún" sé á leiðinni... Geta menn ekki bara sagt: hey, stopp! Nei, nei ekki lengra góða!
Þrátt fyrir kvef og sull, varð ég að komast í veiði þessa helgina... Svo hringdi tengdapabbi um morguninn og spurði hvort ég væri til... Og það kom ekki á óvart, en ég skellti mér með.
Útkomuna eftir veiðiferðina getið þið séð í Flugukassanum!
Svo kórónaðist verkið í gær þegar fiskurinnn var settur á grillið að hætti tengdapabba og smakkaðist allvel!
Út og yfir,
þangað og hingað!
Í gríni segi ég að þetta sé samráð á milli þeirra sem eru í gena-veiruþróunarbransanum, lækna og lyfjaframleiðenda....
Veiran er búin til, send út í andrúmsloftið og mannfólkið veikist, stekkur til og kaupir heimsókn hjá lækni sem síðan skrifar út recept með feitri summu... Skiljið þið?!!
Nee, ætli það. En það er sérstakt þetta með hvernig inflúensan kemur eins og farandsfugl frá Evrópu eða Asíu, alltaf í kringum sama tíma á hverju ári... Og svo heyrir maður landlæknir vera að tilkynna að ,,hún" sé á leiðinni... Geta menn ekki bara sagt: hey, stopp! Nei, nei ekki lengra góða!
Þrátt fyrir kvef og sull, varð ég að komast í veiði þessa helgina... Svo hringdi tengdapabbi um morguninn og spurði hvort ég væri til... Og það kom ekki á óvart, en ég skellti mér með.
Útkomuna eftir veiðiferðina getið þið séð í Flugukassanum!
Svo kórónaðist verkið í gær þegar fiskurinnn var settur á grillið að hætti tengdapabba og smakkaðist allvel!
Út og yfir,
þangað og hingað!