þriðjudagur, október 11, 2005

 

...gengur um eins og öskrandi ljón!

Það er alveg hrikalegt að sitja og sjá þá hörmungar sem hafa gengið yfir fólkið í Pakistan og nágrenni: yfir 30000 manns dáið og talan stígur enn! Allt er á tjá og tundri, eyðileggingin ótrúleg og erfitt er fyrir hjálparsveitarmenn og ættingja að komast að svæðunum vegna erfiðrar aðkomu og skorts á tækjabúnaði til björgunar, þeirra sem í rústunum eru, dánir eða lifandi...

Í Darfúr í Afríku eru meira en 1,2 miljónir manna á flótta... fjórfalt íslendingar! Þjóðarmorð! Líf karla, kvenna og barna er svívirt, vanvirt og slátrað! Hundruð þúsundir manna hungrar (eflaust er talan margfalt sinnum hærri í raun...)...

Á Íslandi, fimm systur misnotaðar, vanvirtar, særðar, barðar... af föður sínum! Seldar fyrir drykkjupening, skemmdra manna í leit að fullnægingu!
Þetta gerðist fyrir mörgum árum, í dag standa þær saman, sterkar, horfa framávið, pabbinn dáinn, skrímslið dautt...

Aðeins brot af því sem gerist í okkar heimi í dag.

Ég sá fréttir um þessa atburði og hamfarir.
Ég táraðist: það voru einhverjir í Darfúr, menn sem hafa valið að gera illt, þeir hentu barni inn í kofa sem þeir höfðu kveikt í ásamt ættingja barnsins... þeir tóku barnið og hentu því inní brennandi kofann, inn í brennandi kofann...
Maður á ekki orð!

Þetta eru hrikalegar staðreyndir!

Hvers þarfnast heimurinn?

Hann kom inn í heiminn en heimurinn tók ekki á móti Honum.
Hann er sá sem dó fyrir syndir hvers manns, líka þeirra sem eru skrímslin og illu mennirnir í ofangreindum frásögnum...
Hann elskar sérhvert mannsbarn og vill að við iðrumst, snúum við frá hinu illa, að við tökum ekki þátt í því heldur svörum góðu með illu!

Hann er Jesús, Guð í holdi fæddur sem þráir að fá að vera í hjarta og lífi hvers manns...

... já heimurinn þarfnast svo sannarlega eitthvað gott!




Karlott

Skoðun: Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?