þriðjudagur, júní 03, 2008

 

Strákurinn minn á stórafmæli í dag - 1 árs gamall




Í dag á Erling Elí afmæli. Hann er orðinn stór... 1 árs gamall og hefur stækkað svakamikið.
Það var mikil gleðistund hjá okkur Írisi er Erling Elí fæddist 3 júní í fyrra. Við höfðum eignast tvær yndislegar prinsessur og þegar við fórum í sónar og fengum að vita að það væri sonur á leiðinni, er ekki laust við að litla pabbahjartað springi af stolti!
Sonur á leiðinni...

Núna er pjakkurinn orðinn eins árs gamall og hann hefur svo um munar glatt hjörtun okkar Írisar, með brosið sitt, grallaraskapinn og þennan óvænta sæta spékoppa...

Erling Elí er mikill gleðigjafi og sem stendur er hann afar duglegur að skríða á
Formúlu 1 hraða um alla íbúð... maður hefur varla undan að vera loka skápum eða færa til hluti... nú, eða vera að kalla: ó ó, má ekki, nei nei... Já, hann er algjört yndi!

Systurnar Petra Rut og Katrín Tara er afar duglegar að passa litla bróður sinn og er eitt það besta sem ég sé er þau eru að sprella saman, hlæjandi til skiptis eða í einu, full af gleði og hamingju.

Ég er allan hringinn (Petra Rutíkst orðalag) þakklátur fyrir fallega strákinn minn og bið ég Föður minn á himnum um að halda áfram að kenna mér, að vera topp pabbi!

Erling Elí monsi litli - til hamingju með daginn,

þinn pabbi Karlott

Skoðun:
Til hamingju með litla kútinn. Hann er gleðigjafi og yndisauki.
kv tengdapabbi og afi.
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?