föstudagur, júní 13, 2008
Svala stemmning
Loks lét ég verða af því að sópa svalirnar og fjarlægja sandkassa stelpnanna allavegana svona yfir sumartímann.
I nokkur ár höfum við haft sandkassa út á svölum og hefur hann veitt stelpunum mikla gleða. Þær dunduðu sér oft lengi við að búa til drullumall, sandkökur nú eða bara að sópa svalirnar sem stundum voru eins og eftir sandsprengingu. Svo eftir að lítill kjölturakki (eða kjöltutík...) kom á heimilið og fékk leyfi að gera þarfir sínar úti á svölunum og þá í sandinn sem lág á svalagólfinu, fannst pabbanum vera komin tími á að loka fyrir sandverksmiðjuna og hvíla hana aðeins.
Svo eftir að hafa gengið frá öllu sanddótinu og hent því sem henda mátti, sópað og gólfið spúlað, var ekki annað en að fjárfesta í snotru svalaborði og stólum úr IKEA til þess að fullkomna komandi svalalíf...
...og mikið er það notalegt!
Sitja í góðveðrinu sem leikið hefur við mann síðustu daga, sjá út á sjó, Reykjanesfjallgarðinn og Keilir blasa við og jú, manns eigin ,,á" þ.e. lífæð Reykjanesbúa sem og aðra: Reykjanesbrautin! Hún er hálfgerð ,,á" líðandi blikkdósa og vélaniða. Hinsvegar er hún ekki róandi, ekki enn...!
Svo á morgun verður heilmikil hátíð í Háholtinu, hún Íris mín er að útskrifast úr Háskóla Reykjavíkur sem dúx (allavegana í mínum augum) enda hefur hún staðið sig ótrúlega vel! Ekki fallið í neinu fagi, fengið afar fínar einkunnir og eignast frábæran námskvennavinahóp! Hún er til fyrirmyndar!
Svo verður veisla eftir útskriftina og hinir nánustu sækja okkur heim, það verður gleðistund!
Annars, vona ég að þið sem hafið ennþá haft von um að ég bloggi eitthvað og kíkið hér eftilvill öðruhverju inn, njótið hverrar stundar og vil ég þakka fyrir innlitin ykkar!
Takk takk
I nokkur ár höfum við haft sandkassa út á svölum og hefur hann veitt stelpunum mikla gleða. Þær dunduðu sér oft lengi við að búa til drullumall, sandkökur nú eða bara að sópa svalirnar sem stundum voru eins og eftir sandsprengingu. Svo eftir að lítill kjölturakki (eða kjöltutík...) kom á heimilið og fékk leyfi að gera þarfir sínar úti á svölunum og þá í sandinn sem lág á svalagólfinu, fannst pabbanum vera komin tími á að loka fyrir sandverksmiðjuna og hvíla hana aðeins.
Svo eftir að hafa gengið frá öllu sanddótinu og hent því sem henda mátti, sópað og gólfið spúlað, var ekki annað en að fjárfesta í snotru svalaborði og stólum úr IKEA til þess að fullkomna komandi svalalíf...
...og mikið er það notalegt!
Sitja í góðveðrinu sem leikið hefur við mann síðustu daga, sjá út á sjó, Reykjanesfjallgarðinn og Keilir blasa við og jú, manns eigin ,,á" þ.e. lífæð Reykjanesbúa sem og aðra: Reykjanesbrautin! Hún er hálfgerð ,,á" líðandi blikkdósa og vélaniða. Hinsvegar er hún ekki róandi, ekki enn...!
Svo á morgun verður heilmikil hátíð í Háholtinu, hún Íris mín er að útskrifast úr Háskóla Reykjavíkur sem dúx (allavegana í mínum augum) enda hefur hún staðið sig ótrúlega vel! Ekki fallið í neinu fagi, fengið afar fínar einkunnir og eignast frábæran námskvennavinahóp! Hún er til fyrirmyndar!
Svo verður veisla eftir útskriftina og hinir nánustu sækja okkur heim, það verður gleðistund!
Annars, vona ég að þið sem hafið ennþá haft von um að ég bloggi eitthvað og kíkið hér eftilvill öðruhverju inn, njótið hverrar stundar og vil ég þakka fyrir innlitin ykkar!
Takk takk
þriðjudagur, júní 03, 2008
Strákurinn minn á stórafmæli í dag - 1 árs gamall
Í dag á Erling Elí afmæli. Hann er orðinn stór... 1 árs gamall og hefur stækkað svakamikið.
Það var mikil gleðistund hjá okkur Írisi er Erling Elí fæddist 3 júní í fyrra. Við höfðum eignast tvær yndislegar prinsessur og þegar við fórum í sónar og fengum að vita að það væri sonur á leiðinni, er ekki laust við að litla pabbahjartað springi af stolti!
Sonur á leiðinni...
Núna er pjakkurinn orðinn eins árs gamall og hann hefur svo um munar glatt hjörtun okkar Írisar, með brosið sitt, grallaraskapinn og þennan óvænta sæta spékoppa...
Erling Elí er mikill gleðigjafi og sem stendur er hann afar duglegur að skríða á
Formúlu 1 hraða um alla íbúð... maður hefur varla undan að vera loka skápum eða færa til hluti... nú, eða vera að kalla: ó ó, má ekki, nei nei... Já, hann er algjört yndi!
Systurnar Petra Rut og Katrín Tara er afar duglegar að passa litla bróður sinn og er eitt það besta sem ég sé er þau eru að sprella saman, hlæjandi til skiptis eða í einu, full af gleði og hamingju.
Ég er allan hringinn (Petra Rutíkst orðalag) þakklátur fyrir fallega strákinn minn og bið ég Föður minn á himnum um að halda áfram að kenna mér, að vera topp pabbi!
Erling Elí monsi litli - til hamingju með daginn,
þinn pabbi Karlott