fimmtudagur, janúar 03, 2008

 

Endir og upphaf

Árið 2007 var okkur Írisi viðburðarríkt. Þann 3 júní eignuðumst við þriðja barnið okkar, fagran dreng, hann Erling Elí. Það er stórkostleg stund er nýr fjölskyldumeðlimur fæðist.
Það var einnig skemmtilegt að drengurinn okkar var fyrsti strákurinn af níu stúlkum í röð innan fjölskyldu Írisar. Fékk hann að bera nafn móðurföður síns Erling sem og hluta úr nafni langaafa síns úr föðurætt, honum Elímundi.
Ég er jú alltaf að læra þó ég sé ekki í skóla, nema skóla lífsins og er árið 2007 búið að vera lærdómsmikið ár hjá mér.
Það sem mér finnst vera það mikilvægasta úr ,,náminu" þetta árið er að ég hef öðlast skilning og þrá að rækta enn meira það sem mér er kærast og dýrmætast: fjölskyldu mína og mig sjálfan.
Ég vil biðja góðan Guð okkar að varðveita sérhvert ykkar sem þekkið mig og hafa einhvern tímann ,,slasast" inná síðu mína.

Þetta eru náðartímar, megum við njóta þeirra náðar og stundar sem fellur í faðm okkar.

Með nýárskveðju,

Karlott

Skoðun:
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Það var gaman fara í alla veiðitúrana og vonandi verða þeir fleiri á nýju ári :)
Já og skötuferðin er hér með orðin hefð.

Kveðja
Björn Ingi
 
Svo sannarlega er fjölskyldan það dýrmætasta sem við eigum. Þú ert að standa þig feiknavel í skóla lífsins og hann skyldi ekki vanmetinn skólinn sá. Ég er stolt af þér og elska ykkur fjölskylduna mjög mikið. Guð blessi ykkur nýja árið á sérstakan hátt. Kv. Erla tengdó
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?