sunnudagur, október 08, 2006

 

Hún er fundin!!!

Í yndislegu brúðkaupi þeirra Eyglóar og Bjössa í gær fengum við Íris þann heiður að syngja saman eitt af fallegri lögum sem til eru: brúðkaupslag Hjalta Gunnlaugssonar!

Þið sem vitið það ekki, þá hefur mig lengi langað til að syngja opinberlega með minni heitelskuðu enda er hún dásamleg söngkona og persóna!

Því miður hefur það ekki orðið fyrr... en í gær!

Talandi um að finna gleði í síðasta bloggi: er ég stóð við hlið hennar, horfði í þessi yndislegu grænu augu, syngjandi tilfinningaþrungið ástarlag saman og upplifa hve stálheppinn drengur ég væri....

....fylltist hjarta mitt ólýsanlegri gleði!!!

Skoðun:
Þetta var bara ágætt held ég hjá okkur! Brúðhjónin voru amk ánægð og þá er tilgangnum náð!
 
Að mínu mati var þetta gullfallegt hjá ykkur. Heyrði aðra tala um það líka.
Ég skil hjarta þitt og gleðina..!

Kv tengdapabbi.
 
Þið voruð og eruð alveg glæsileg saman og ástin skín alveg af ykkur laangar leiðir. Þið eruð frábær og ættuð að taka þetta að ykkur að syngja í brúðkaupum. Og gaman að sjá nýtt blogg kæri mágur, kveðja, Arna
 
Takk fyrir það tengdapabbi og mágkona mín Arna!

Þessi hugmynd með að syngja í brúðkaupum saman hljómar ekki sem verzzzt.... : )

ps. Arna þú ert eins og dætur þínar algjör gimsteinn!!! (BROS að hætti Karlotts...)
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?