mánudagur, desember 05, 2005

 

Stærstu gjafir lífs míns!

Eru dætur mínar tvær!

Oft þarf ég að hrista hausinn aðeins, klípa mig, teygja andlitið svo augun opnast betur og segja við sjálfan mig: Karlott, hugsaðu þér, þú ert faðir! Pabbi tveggja yndislegra stelpna, ábyrgðarmaður tveggja fjörugra skvísna, fyrirmynd framtíðar kvenna! Og þá kemur sjokkið!
Að ég skuli fengið þetta hlutverk... að fá að vera pabbi, (það er því miður ekki allra)og að mér skuli vera treyst af Skaparanum í þetta stórfenglega verk... og gangan er bara rétt að byrja! Það, er mér næst sem óskiljanlegt : )

Einu sinni sagði ég að ég vildi ekki eignast börn... en, í dag fengi ekkert mig til að vilja spóla til baka!

Núna eru jólin að nálgast og tími gjafa og gleði brátt að ganga i garð, ég hef þegar fengið bestu gjafir sem hægt var að gefa mér:
dætur mínar tvær og eiginkonu sem færði mér þær!

Megið þið sem lesið þetta, njóta saman nærveru og gleði hvers annars yfir hátíðirnar!

Karlott

Skoðun:
Ekkert skrýtið að þér skuli líða svona. Eins yndislegar og þær eru þær Petra Rut og Katrín Tara!!!
Þú ert lánsamur maður að eignast tvær yndislegar og heilbrigðar dætur!!
Þín Íris
 
Og eins og þú sagðir, góða og yndislega eiginkonu....!
 
Oooooooooooooooooooooooohhhh, (sagt með amerískum hreim) En ég skil hvað þú átt við.. Hafðu það gott:):) Arna mágkona
 
Þetta var fallega mælt minn kæri. Þú ert sannarlega blessaður af Guði og Íris frænka mín er líka blessuð að eiga þig sem maka og fyrirmynd barnanna sinna. Þið eru yndisleg fjölskylda.
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?