föstudagur, desember 23, 2005

 

Þorláksmessa, skata og skúbidú...

Þá er Þorláksmessudagur genginn í garð.

Skatan skal etast í dag! Sumir vilj´ana milda en aðrir eins kæsta og hægt er... það síðari er aðeins fyrir hina hörðustu!
Ég er ekki mikil skötumaður, þó það hafi tíðkast að matreiða hana á mínu barndómsheimili. Þar átti líka skatan að vera mjög kæst, en þannig vill hún móðir mín hafa það. Við fegðarnir þrír gátum ekki stært okkur af jafn miklu hugrekki og hún, en þó reyndum við að taka þátt í leik hinna hugrökku og stundum, já stundum fannst mér skata bara vera allt í lagi....
Í dag munu eflaust margir íslendingar gera sér leið í verslanirnar á síðasta séns að ná sér í síðustu jólagjöfina áður en aðfangadagur kemur. Vonandi verður fundið það sem ástvinunum langar í svo hægt verði að gleðja hjörtun!

Ég hef Guði að þakka fyrir svo margt! Þá sérstaklega að hafa fengið kjark til að bjóða núverandi eiginkonu minni á kaffihús fyrir nokkrum árum, en það tók mig meira en hálftíma að ýta á ,,call" á símanum eftir að hafa slegið númerið hennar inn á skjáinn.... svo var beðið sveittur eftir hvort hún svaraði og þá hvort það yrði já! Eða nei (sem yrði öllu verra) við spurningunni um kaffihúsið... : )
Hjartað hikstaði aftur í sinn eðlilega slátt eftir að úr símanum barst undurfagurt orð: Já!

Já! Þetta er jákvætt orð!

Ætla ég að eiga skemmtileg jól? Já!
Ætla ég að njóta nærveru fjölskyldu minnar? Já!
Ætla ég að gleðjast og gleðja aðra? Já!
Ætla ég að minnast þeirra sem eiga erfitt? Já!
Ætla ég að biðja fyrir þeim og leggja mitt að mörkunum fyrir þá? Já!
Ætla ég að reyna að vera betri í dag en í gær? Já!

Eitt er víst, það er JÁ-kvæðara að velja JÁ en nei og það ætla ég að gera!

Njótið þið sem ætlið að leggja ykkur skötu til munns í dag sem og hinir sem gera það ekki!
Farið varlega í jólainnkaupunum, betra er minna stress og stærra bros en minna bros og meira stress...




Hátíð er hafin í bæ, Drottni Jesú sé lof um allar aldir, amen!

Skoðun:
Fyndið að rifja upp þetta símtal! Ég man þetta svo vel! Hahaha...
En frábært að vera svona JÁkvæður!
Hlakka til að eyða jólunum með þér og skvísunum okkar!
Þín Íris
 
Vá það er sko upplífgandi að lesa þetta blogg þitt Karlott. Gleðileg jól. Arna
 
Já lífið er fullt af svona augnablikum sem skipta sköpum um framtíðina. Afraksturinn af call takkanum í þetta sinn er allavega góður.
kv E
 
Jæææææja á ekkert að fara að segja frá einhverju skemmtilegu?? Kv. Eygló mágkona :)
 
Neeeebbbb!!!

Jú, ætli það ekki!
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?