föstudagur, desember 23, 2005
Þorláksmessa, skata og skúbidú...
Þá er Þorláksmessudagur genginn í garð.
Skatan skal etast í dag! Sumir vilj´ana milda en aðrir eins kæsta og hægt er... það síðari er aðeins fyrir hina hörðustu!
Ég er ekki mikil skötumaður, þó það hafi tíðkast að matreiða hana á mínu barndómsheimili. Þar átti líka skatan að vera mjög kæst, en þannig vill hún móðir mín hafa það. Við fegðarnir þrír gátum ekki stært okkur af jafn miklu hugrekki og hún, en þó reyndum við að taka þátt í leik hinna hugrökku og stundum, já stundum fannst mér skata bara vera allt í lagi....
Í dag munu eflaust margir íslendingar gera sér leið í verslanirnar á síðasta séns að ná sér í síðustu jólagjöfina áður en aðfangadagur kemur. Vonandi verður fundið það sem ástvinunum langar í svo hægt verði að gleðja hjörtun!
Ég hef Guði að þakka fyrir svo margt! Þá sérstaklega að hafa fengið kjark til að bjóða núverandi eiginkonu minni á kaffihús fyrir nokkrum árum, en það tók mig meira en hálftíma að ýta á ,,call" á símanum eftir að hafa slegið númerið hennar inn á skjáinn.... svo var beðið sveittur eftir hvort hún svaraði og þá hvort það yrði já! Eða nei (sem yrði öllu verra) við spurningunni um kaffihúsið... : )
Hjartað hikstaði aftur í sinn eðlilega slátt eftir að úr símanum barst undurfagurt orð: Já!
Já! Þetta er jákvætt orð!
Ætla ég að eiga skemmtileg jól? Já!
Ætla ég að njóta nærveru fjölskyldu minnar? Já!
Ætla ég að gleðjast og gleðja aðra? Já!
Ætla ég að minnast þeirra sem eiga erfitt? Já!
Ætla ég að biðja fyrir þeim og leggja mitt að mörkunum fyrir þá? Já!
Ætla ég að reyna að vera betri í dag en í gær? Já!
Eitt er víst, það er JÁ-kvæðara að velja JÁ en nei og það ætla ég að gera!
Njótið þið sem ætlið að leggja ykkur skötu til munns í dag sem og hinir sem gera það ekki!
Farið varlega í jólainnkaupunum, betra er minna stress og stærra bros en minna bros og meira stress...
Hátíð er hafin í bæ, Drottni Jesú sé lof um allar aldir, amen!
Skatan skal etast í dag! Sumir vilj´ana milda en aðrir eins kæsta og hægt er... það síðari er aðeins fyrir hina hörðustu!
Ég er ekki mikil skötumaður, þó það hafi tíðkast að matreiða hana á mínu barndómsheimili. Þar átti líka skatan að vera mjög kæst, en þannig vill hún móðir mín hafa það. Við fegðarnir þrír gátum ekki stært okkur af jafn miklu hugrekki og hún, en þó reyndum við að taka þátt í leik hinna hugrökku og stundum, já stundum fannst mér skata bara vera allt í lagi....
Í dag munu eflaust margir íslendingar gera sér leið í verslanirnar á síðasta séns að ná sér í síðustu jólagjöfina áður en aðfangadagur kemur. Vonandi verður fundið það sem ástvinunum langar í svo hægt verði að gleðja hjörtun!
Ég hef Guði að þakka fyrir svo margt! Þá sérstaklega að hafa fengið kjark til að bjóða núverandi eiginkonu minni á kaffihús fyrir nokkrum árum, en það tók mig meira en hálftíma að ýta á ,,call" á símanum eftir að hafa slegið númerið hennar inn á skjáinn.... svo var beðið sveittur eftir hvort hún svaraði og þá hvort það yrði já! Eða nei (sem yrði öllu verra) við spurningunni um kaffihúsið... : )
Hjartað hikstaði aftur í sinn eðlilega slátt eftir að úr símanum barst undurfagurt orð: Já!
Já! Þetta er jákvætt orð!
Ætla ég að eiga skemmtileg jól? Já!
Ætla ég að njóta nærveru fjölskyldu minnar? Já!
Ætla ég að gleðjast og gleðja aðra? Já!
Ætla ég að minnast þeirra sem eiga erfitt? Já!
Ætla ég að biðja fyrir þeim og leggja mitt að mörkunum fyrir þá? Já!
Ætla ég að reyna að vera betri í dag en í gær? Já!
Eitt er víst, það er JÁ-kvæðara að velja JÁ en nei og það ætla ég að gera!
Njótið þið sem ætlið að leggja ykkur skötu til munns í dag sem og hinir sem gera það ekki!
Farið varlega í jólainnkaupunum, betra er minna stress og stærra bros en minna bros og meira stress...
Hátíð er hafin í bæ, Drottni Jesú sé lof um allar aldir, amen!
miðvikudagur, desember 21, 2005
Skokk, Hvaleyrarlón og Garðar Cortes...
Ég fór út að labba í gærkvöldi. Konan var algjörlega ,,lost" við að horfa á einhverja fangakarlaþáttaröð að nafni ,,prison break"! Þetta er víst gríðarlega spennandi þáttaröð og hafði hún náð allri athygli konunnar minnar, svo niðurlútur : ) sagði ég við sjálfan mig: út vil ek....! Ákvað að taka ,,í poðinn" með og leyfa Garðari Cortes að syngja fyrir mig á leiðinni gönguferðarsöngva. Ég segi bara: þessi viðkunnalegi söngvari er afar góður, röddin hans er fjölbreytt og hljómfögur! Ég mæli eindregið með piltnum! Áhugavert verður að fylgjast með honum.
Svo af stað gekk ég. Ferðin var heitið niður úr Háholtinu að Hvaleyrarlóni og að nýja göngustígnum sem nýlega hefur verið gerður norðanmegin við lónið. Hann liggur þar sjómegin framhjá Atlantsolíu og alla leið út að svæðinu þar sem risa flotkvíin liggur út við fjörðinn (noh, það vantar ekki lýsinguna...). Þegar ég var búinn að ganga niður holtið, að þessum afspyrnu sjarmerandi báta- og vinnuskúrum við lónið, lá leiðin yfir torfætt svæði að stígnum.
Ég segi bara: þessi stígur er mjög vel heppnaður! Alveg frábært að þessi hugmynd hafi skollið upp í kollinum á einhverjum grallaranum... Svo endar stígurinn á útsýnisstað! Mér finnst að svona eiga hlutirnir að vera: hugmyndaríkir, hvetjandi og skemmtilegir! Þetta fær fullt hús stjarna, jarðaberja, broskalla og allt það hjá mér : )
Eftir að ég hafði gengið á stígnum svolitla stund (eða hjá honum, hann var nú bara eitt svell...) ákvað ég að létta sporið aðeins og sjá hvort kallinn gæti nú ekki skokkað smá... Mér til ánægju þá var nú bara heilmikið í mig spunnið og skokkaði ég yfir hálfan kílómeter að útsýnissvæðinu án þess að finna mikið fyrir... Þetta var rosalega hressandi!
Fór upp á klappirnar sem eru þarna eru við útsýnispallinn, hvíldi Cortes aðeins og naut stundarinnar. Svona stund finnst mér eitt af því besta ég upplifi: horfa á hafið, heyra í briminu, stjörnurnar birtast á milli skýja og allt í einu... eins og ljóskastara með lifandi, dansandi ljósi væri lýst yfir himinhvolfið - norðurljós! Mmmm... að hugsa sér, eins magnað þetta allt var og vitandi núna sérstaklega á þessum ,,verslunareyðslutímum" að þetta ,,sjó" kostaði ,,ekkert"! Fyrir utan auðvitað svitan og tímann... en, er það nokkuð til væla yfir?
Nú ætlaði ég að halda heim á leið og víst ég var svo duglegur að skokka þennan spotta og komst lífs af, þá ætlaði ég að koma mér á óvart og skokka sömu leið tilbaka og enn lengra! Alla leið að bátaskýlunum inn í lóninu! En það var um 1,3 km kafli... og viti menn, það gekk upp! : )
Rosalega var þetta gott! Að hafa loksins látið verða af því að hreyfa sig eitthvað að ráði. Maður situr liðlangan daginn í vinnunni og er alltaf á leiðinni að fara hreyfa sig svo þetta var kærkomin....
Bara að finna að líkaminn hafi tekið á og erfiðað og svo að hafa komið sér á óvart með hvað maður gæti, var góð tilfinning!
Þegar ég kom heim var skvísan mín ennþá í fanginu á föngunum, það púlseraði á mér andlitið af hita og ég hélt það ætlaði að hreinlega springa... áttaði svo á að það var bara mér sjálfum að kenna! Var vel klæddur og orðinn sjóðheitur eftir hlaupin.... : )
En, svona í raun, var ég sáttur við mína og engin afbrýðissemi í gangi á þessum bæ!
Að launum eftir Cortesskokkið, var splæst á sig glasi af gosi og smá suðusúkkulaði...
Svona getur lífið litið út hjá mér....
Svo af stað gekk ég. Ferðin var heitið niður úr Háholtinu að Hvaleyrarlóni og að nýja göngustígnum sem nýlega hefur verið gerður norðanmegin við lónið. Hann liggur þar sjómegin framhjá Atlantsolíu og alla leið út að svæðinu þar sem risa flotkvíin liggur út við fjörðinn (noh, það vantar ekki lýsinguna...). Þegar ég var búinn að ganga niður holtið, að þessum afspyrnu sjarmerandi báta- og vinnuskúrum við lónið, lá leiðin yfir torfætt svæði að stígnum.
Ég segi bara: þessi stígur er mjög vel heppnaður! Alveg frábært að þessi hugmynd hafi skollið upp í kollinum á einhverjum grallaranum... Svo endar stígurinn á útsýnisstað! Mér finnst að svona eiga hlutirnir að vera: hugmyndaríkir, hvetjandi og skemmtilegir! Þetta fær fullt hús stjarna, jarðaberja, broskalla og allt það hjá mér : )
Eftir að ég hafði gengið á stígnum svolitla stund (eða hjá honum, hann var nú bara eitt svell...) ákvað ég að létta sporið aðeins og sjá hvort kallinn gæti nú ekki skokkað smá... Mér til ánægju þá var nú bara heilmikið í mig spunnið og skokkaði ég yfir hálfan kílómeter að útsýnissvæðinu án þess að finna mikið fyrir... Þetta var rosalega hressandi!
Fór upp á klappirnar sem eru þarna eru við útsýnispallinn, hvíldi Cortes aðeins og naut stundarinnar. Svona stund finnst mér eitt af því besta ég upplifi: horfa á hafið, heyra í briminu, stjörnurnar birtast á milli skýja og allt í einu... eins og ljóskastara með lifandi, dansandi ljósi væri lýst yfir himinhvolfið - norðurljós! Mmmm... að hugsa sér, eins magnað þetta allt var og vitandi núna sérstaklega á þessum ,,verslunareyðslutímum" að þetta ,,sjó" kostaði ,,ekkert"! Fyrir utan auðvitað svitan og tímann... en, er það nokkuð til væla yfir?
Nú ætlaði ég að halda heim á leið og víst ég var svo duglegur að skokka þennan spotta og komst lífs af, þá ætlaði ég að koma mér á óvart og skokka sömu leið tilbaka og enn lengra! Alla leið að bátaskýlunum inn í lóninu! En það var um 1,3 km kafli... og viti menn, það gekk upp! : )
Rosalega var þetta gott! Að hafa loksins látið verða af því að hreyfa sig eitthvað að ráði. Maður situr liðlangan daginn í vinnunni og er alltaf á leiðinni að fara hreyfa sig svo þetta var kærkomin....
Bara að finna að líkaminn hafi tekið á og erfiðað og svo að hafa komið sér á óvart með hvað maður gæti, var góð tilfinning!
Þegar ég kom heim var skvísan mín ennþá í fanginu á föngunum, það púlseraði á mér andlitið af hita og ég hélt það ætlaði að hreinlega springa... áttaði svo á að það var bara mér sjálfum að kenna! Var vel klæddur og orðinn sjóðheitur eftir hlaupin.... : )
En, svona í raun, var ég sáttur við mína og engin afbrýðissemi í gangi á þessum bæ!
Að launum eftir Cortesskokkið, var splæst á sig glasi af gosi og smá suðusúkkulaði...
Svona getur lífið litið út hjá mér....
miðvikudagur, desember 14, 2005
Hvor myndin er ekta?
þriðjudagur, desember 13, 2005
Til hamingju!
Vil ég óska konunni minni og tengdapabba með að vera komin í jólafrí.
Einnig vil ég óska henni Erlu tengdamömmu til hamingju með að karlinn hennar er kominn í jólafrí og hamingjuóskir skelli ég einnig á sjálfan mig að kerlingin mín er komin aftur í kotið sitt.
Það hefur verið langþráð ósk af hálfu maka þeirra og einnig þeirra sjálfra að komast í prófin og klára þau svo hægt sé að byrja njóta návistar hvors annars og stemmningarinnar fram að og yfir jólin.
Þið hafið staðið ykkur svakalega vel og fáið STÓRT hrós frá mér!
Karlott
Einnig vil ég óska henni Erlu tengdamömmu til hamingju með að karlinn hennar er kominn í jólafrí og hamingjuóskir skelli ég einnig á sjálfan mig að kerlingin mín er komin aftur í kotið sitt.
Það hefur verið langþráð ósk af hálfu maka þeirra og einnig þeirra sjálfra að komast í prófin og klára þau svo hægt sé að byrja njóta návistar hvors annars og stemmningarinnar fram að og yfir jólin.
Þið hafið staðið ykkur svakalega vel og fáið STÓRT hrós frá mér!
Karlott
mánudagur, desember 12, 2005
Nemandinn...
,,Hann veit mikið um lítið, heldur áfram að fræðast meira og meira um minna og minna, uns hann veit raunverulega allt um ekki neitt."
(úr Kjarnyrðum)
(úr Kjarnyrðum)
mánudagur, desember 05, 2005
Stærstu gjafir lífs míns!
Eru dætur mínar tvær!
Oft þarf ég að hrista hausinn aðeins, klípa mig, teygja andlitið svo augun opnast betur og segja við sjálfan mig: Karlott, hugsaðu þér, þú ert faðir! Pabbi tveggja yndislegra stelpna, ábyrgðarmaður tveggja fjörugra skvísna, fyrirmynd framtíðar kvenna! Og þá kemur sjokkið!
Að ég skuli fengið þetta hlutverk... að fá að vera pabbi, (það er því miður ekki allra)og að mér skuli vera treyst af Skaparanum í þetta stórfenglega verk... og gangan er bara rétt að byrja! Það, er mér næst sem óskiljanlegt : )
Einu sinni sagði ég að ég vildi ekki eignast börn... en, í dag fengi ekkert mig til að vilja spóla til baka!
Núna eru jólin að nálgast og tími gjafa og gleði brátt að ganga i garð, ég hef þegar fengið bestu gjafir sem hægt var að gefa mér:
dætur mínar tvær og eiginkonu sem færði mér þær!
Megið þið sem lesið þetta, njóta saman nærveru og gleði hvers annars yfir hátíðirnar!
Karlott
Oft þarf ég að hrista hausinn aðeins, klípa mig, teygja andlitið svo augun opnast betur og segja við sjálfan mig: Karlott, hugsaðu þér, þú ert faðir! Pabbi tveggja yndislegra stelpna, ábyrgðarmaður tveggja fjörugra skvísna, fyrirmynd framtíðar kvenna! Og þá kemur sjokkið!
Að ég skuli fengið þetta hlutverk... að fá að vera pabbi, (það er því miður ekki allra)og að mér skuli vera treyst af Skaparanum í þetta stórfenglega verk... og gangan er bara rétt að byrja! Það, er mér næst sem óskiljanlegt : )
Einu sinni sagði ég að ég vildi ekki eignast börn... en, í dag fengi ekkert mig til að vilja spóla til baka!
Núna eru jólin að nálgast og tími gjafa og gleði brátt að ganga i garð, ég hef þegar fengið bestu gjafir sem hægt var að gefa mér:
dætur mínar tvær og eiginkonu sem færði mér þær!
Megið þið sem lesið þetta, njóta saman nærveru og gleði hvers annars yfir hátíðirnar!
Karlott