miðvikudagur, nóvember 23, 2005

 

Nautn....

Skrúfað frá krananum, hitinn blandaður:
kalt vatn í réttu magni við heitt vatn.
Bunan dunar, dropar þeytast, baðkar fyllist!

Skrúfað fyrir kranann, stigið ofnaí... mmm!
39 gráður heitt vatn umlykur líkamann.
Heitar gufur stíga upp í loft, ljós er slökkt!

Jólalegt kerti í grænum lit logar ákaft en blítt!
Hugur leitar að frið, kroppur að hvíld, ró!

Kyrrð!

Fætur blautir, tylla sér á baðkarskant.... þreytan sleppur!
Hnakki sígur undir vatnsyfirborð, nær hárinu og nuddar...
Augnlokin falla.... hjartað róast.

Úti, blæs kaldur vindur. Snjór og frost haldast hönd í hönd.
Steyptur veggur skilur að... mýkt eða harðneskja!

Fyrir innan, langþráð nautn...

... langþráð nautn!

Skoðun:
Flott ljóð!!!!!!!!!!
 
Sammála frænku minni!
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?