fimmtudagur, nóvember 03, 2005

 

Hvað skoðun hafið þið....

...ætti ég að kaupa mér bát?

Skoðun:
Ertu að hugsa um togara eða eitthvað stærra skip...? Eða ertu ekki annars að hugsa um að toppa aflatölur tengdaföður þíns??
 
Ekki kaupa bát, það er allavega mín skoðun. Kv. Erla tengdó
 
Góð mamma!!!
Er þér hjartanlega sammála :D
Karlott ekki kaupa þér bát!!!!
 
Eeeehh, kannski í lagi að kaupa bát til að hafa í baðið..... Varstu kannski að hugsa um eitthvað stærra en það???????????? Arna mágkona....
 
Var að velta fyrir mér 200.000 tonna olíuskipi svona til að fara á í sjóstangaveiðina....

Neeee, er að velta vöngum og höku yfir litlum bát um 7 metra langan sem væri fínn sem frístundabátur með meiru....
En, þetta er aðeins pæling enn sem komið er.

Erling: það er engin minnimáttarkennd gagnvart aflatölum tengdapabba, það er 16 ára reynslu- og afla munur þar á... svo ,,I have plenty of time" hehehe...

Arna: Petra Rut hefur tekið eignarhald á baðkarsbátnum, mig langaði líka í bát....

En, væri ekki ljúft að fá nýveiddan þorsk og ýsu á la Karlott?
 
Ég held að þetta sé skýjarákir í himinhvolfinu.

kveðja,
Sirrý litla
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?