föstudagur, október 14, 2005

 

Pabba dagar...

Síðustu daga hefur konan mín hún Íris lítið verið á heimilinu... próftörn er í gangi og það lá við að ég færi með svefnpoka og snyrtibudduna hennar niður í skólann þar sem hún heldur sig og færði henni.....

En, hún er dugleg að lesa, það er alveg klárt mál og ef Guð lofar, nær hún náminu þrepi fyrir þrep og endar sem lögfræðingur!

Ég hef sem sagt verið með skvísurnar mínar tvær extra mikið síðustu daga og höfum við skemmt okkur prýðilega! Sé samt að það er nokkuð fyrirtæki að fara með eina 3 ára og eina 10 mánaða hingað og þangað... hélt kannski þetta væri minna mál en...hm!
Þær eru samt svo skemmtilegar og þolinmóðar við pabba sinn að samveran hefur gengið hnökurlaust fyrir sig (að mestu...) og þegar uppi er staðið átta ég mig á einu afar mikilvægu...

...hvað það er dásamlegt að eiga börn!

Ég er þakklátur pabbi

Eigið góðan dag!

Skoðun:
Þú stendur þig eins og hetja og ég er afar þakklát fyrir að eiga mann eins og þig sem getur hnökralaust verið með skvísurnar heilu og hálfu dagana!!!
En þetta tímabil er að verða búið og fer að róast aðeins (þó ekki mikið :D )
Ég elska þig!
Þín Íris
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?