föstudagur, október 21, 2005

 

Hugsun...

Dagur byrjar, börnin fara
þotið er af stað, umferðin býður
Litlir kossar, stórir kossar
konan kveður, litla kveður en
sú stóra segir pass...

Pabbinn þeysist áfram á malbikinu,
hvítungurinn á 32 tommunum malar áfram
Krílin deila deginum á ólíkum stöðum,
önnur á leikskóla og hin hjá dagmömmu...
...en mamma, grúfir yfir skólabókum

Setið er liðlangan daginn í banka landsmanna,
ekki eru taldir peningar hér þó eflaust þar...
...en póstur flokkaður er og sendur áfram,
glaðningur eða ekki, bréfin eru opnuð og skoðuð og
stundum finnast þeir ekki sem bréfin eiga að fá...
...þá flækist mál.

Kallar og konur ganga um, sumir kunna á brosið en
aðrir hafa ekki uppgötvað leyndardóma gleðinnar.
Já, gleðin er ekki keypt né seld, hún fæðist ef
ef henni er getið...
...það þarf aðeins að hleypa henni að.

Svona er þetta stundum, kátt er í gleðibankanum.

Skoðun:
Jæja, maður verður víst að fara að kíkja oftar hingað, þú bloggar alltaf meir og meir!
Svo er gaman að lesa hugrenningar þínar í svona ljóðabúning! Haltu því áfram ;)
Love U :D
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?