sunnudagur, september 18, 2005

 

Ævintýri fluguveiðinnar...

Keypti mér mína fyrstu flugustöng í gær!

Hafði lengi haft áhuga á að fá mér ,,sett" svo opnaðist möguleiki hér um daginn og viti menn, ég stóðst ekki mátið og náði mér í fluguveiðisett frá Veiðihorninu!
Í morgunn var farið að prufa dótið... Fór upp að Hvaleyrarvatni, ekta æfingastaður, setti allt saman og prófaði.... Váá! Þetta var magnað! Ég var smá stund að átta mig á hvernig allt þetta virkaði en svo virtist ég ná einhverjum tökum á stönginni og köstunum og vollah, þetta gekk bara vel!
Það kom mér á óvart hve ,,létt" það var að nota flugustöng, kannski ég sé að gera algjöra vitleysu (eins og Íris orðaði það)... held samt þetta hafi gengið bara svakalega vel. Það var ekki mikið um 20 punda fiskana : ) en ég náði að stúta einni flugunni sem ég hafði gert, hún gjörsamlega gjöreyðilagðist! Hún stóðst ekki álagið!

Svo nú er bara að fá tækifæri einn daginn og fara í fluguveiði (ef Guð lofar) og ná þessum ,,stóra"!!

Aflakóngurinn Erling þarf að fara fá keppinaut!

Eigið góða viku,

Karlott

Skoðun:
Dream dream dreeeaaam ddddrrrrrreeeeeeeaaaaaaaaammmmmm..!

kv Tengdapabbi
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?