föstudagur, september 30, 2005
Hið mikla klukkæði gengur yfir og....
...ekki er mér hlíft!
Framtíðarforsetinn eða þingmaðurinn, mágkonan mín hún Hrund klukkaði mig hér um daginn...
Satt að segja, hélt ég það að verða klukkaður þýddi að bloggsíðan myndi krassa... þar til maður myndi klukka aðra og þá myndi síðan koma aftur... (ég veit, tölvur eru mitt líf og yndi...).
Málið var að ég fór inná síðuna hennar Kötu og sá að Kata hafði verið klukkuð af Hjerti... svo fannst mér eins og bloggið hennar Kötu væri horfið... Allavegana leit það þannig út, (í mínum huga) að þetta ,,klukk" hefði haft áhrif á síðuna... sem sagt: vera klukkaður, er það sama og vera krassaður)...
Svo ég hugsaði með mér: mig langar sko ekki til að vera klukkaður! Nýbúinn að setja upp nýja síðu með nýju útliti og eiga í hættu með að hún myndi skemmast eða meira að segja hverfa... nei sko, ekki ég!
Síðan þá er ég búinn að vera fylgjast með hinum og þessum ,,klukkunum" og mér til mikillar gleði þá var engin hætta á bloggkrassi, þetta var þá eftir allt saman afar saklaust!
Þannig þá, víst allt er í gúddí, læt ég þessa 5. punkta um mig flakka og vona síðan haldi...
1. Ég er algjör nammigrís og þá sérstaklega veikur fyrir súkkulaði... Skálin tæmist leiftursnöggt ef ég kemst í hana... (væri ég með aðra erfðaeiginleika er ég viss um að þessi veikleiki hefði komið mér í koll fyrir löngu síðan... en þannig er nú það, ég fitna ekki létt, frekar ef ég passa mig ekki á að borða þá horast ég bara..)..Þetta var nú hálfgerð tilgangslaus pæling ha...?
2. Einu sinni þegar ég var í kringum 9 ára ætlaði ég að fara að heiman! Með prik (kústskaft) og klút með mat og ýmsar nauðsynjar, bundin í annan endann... ætlaði ég að fara upp í fjall í Ísafirði og dvelja þar... tilgangslaust? Ekki akkúrat þá stundina...eeen, eftir á hyggja: Jamm!
3. Ég er yngstur í minni fjölskyldu, samt byrjaður að grána (1: gráa hárið kom fyrir 9 árum síðan...) og kollvikin teygja sig til himinn meir og meir... Miðað við eldri bróður minn, þá finnst manni dæmið ætti að vera öfugt, en hann er rétt kominn með nokkur grá og kollvikin... landfestarnar þar hafa ekki enn verið leystar! Tilgangslaus pæling... pottþétt! Guð gefur og Guð tekur, eins og ég er að venja mig á að segja og gráningin er vísir að þroska og visku! Hljómar vel ekki satt?
4. Ég á til með að tala um hlutina en ekki framkvæma, kannski væri betra að snúa þessu við...
5. Að átta sig á því að klukkan er orðin 6 mínútur í eitt að nóttu, maður í erfiðleikum að halda augunum opnum, haust vindurinn hvín og teygir og slær allt fyrir utan...og vera að reyna að hripa tilgangslausar staðreyndir um sig inn á netið, að æðið er ennþá í Bloggheimum og allir að verða brjálaðir og engin kemst undan, finnst mér vera doldið klikk.... Tilgangslaust?
Tja..... : )
Framtíðarforsetinn eða þingmaðurinn, mágkonan mín hún Hrund klukkaði mig hér um daginn...
Satt að segja, hélt ég það að verða klukkaður þýddi að bloggsíðan myndi krassa... þar til maður myndi klukka aðra og þá myndi síðan koma aftur... (ég veit, tölvur eru mitt líf og yndi...).
Málið var að ég fór inná síðuna hennar Kötu og sá að Kata hafði verið klukkuð af Hjerti... svo fannst mér eins og bloggið hennar Kötu væri horfið... Allavegana leit það þannig út, (í mínum huga) að þetta ,,klukk" hefði haft áhrif á síðuna... sem sagt: vera klukkaður, er það sama og vera krassaður)...
Svo ég hugsaði með mér: mig langar sko ekki til að vera klukkaður! Nýbúinn að setja upp nýja síðu með nýju útliti og eiga í hættu með að hún myndi skemmast eða meira að segja hverfa... nei sko, ekki ég!
Síðan þá er ég búinn að vera fylgjast með hinum og þessum ,,klukkunum" og mér til mikillar gleði þá var engin hætta á bloggkrassi, þetta var þá eftir allt saman afar saklaust!
Þannig þá, víst allt er í gúddí, læt ég þessa 5. punkta um mig flakka og vona síðan haldi...
1. Ég er algjör nammigrís og þá sérstaklega veikur fyrir súkkulaði... Skálin tæmist leiftursnöggt ef ég kemst í hana... (væri ég með aðra erfðaeiginleika er ég viss um að þessi veikleiki hefði komið mér í koll fyrir löngu síðan... en þannig er nú það, ég fitna ekki létt, frekar ef ég passa mig ekki á að borða þá horast ég bara..)..Þetta var nú hálfgerð tilgangslaus pæling ha...?
2. Einu sinni þegar ég var í kringum 9 ára ætlaði ég að fara að heiman! Með prik (kústskaft) og klút með mat og ýmsar nauðsynjar, bundin í annan endann... ætlaði ég að fara upp í fjall í Ísafirði og dvelja þar... tilgangslaust? Ekki akkúrat þá stundina...eeen, eftir á hyggja: Jamm!
3. Ég er yngstur í minni fjölskyldu, samt byrjaður að grána (1: gráa hárið kom fyrir 9 árum síðan...) og kollvikin teygja sig til himinn meir og meir... Miðað við eldri bróður minn, þá finnst manni dæmið ætti að vera öfugt, en hann er rétt kominn með nokkur grá og kollvikin... landfestarnar þar hafa ekki enn verið leystar! Tilgangslaus pæling... pottþétt! Guð gefur og Guð tekur, eins og ég er að venja mig á að segja og gráningin er vísir að þroska og visku! Hljómar vel ekki satt?
4. Ég á til með að tala um hlutina en ekki framkvæma, kannski væri betra að snúa þessu við...
5. Að átta sig á því að klukkan er orðin 6 mínútur í eitt að nóttu, maður í erfiðleikum að halda augunum opnum, haust vindurinn hvín og teygir og slær allt fyrir utan...og vera að reyna að hripa tilgangslausar staðreyndir um sig inn á netið, að æðið er ennþá í Bloggheimum og allir að verða brjálaðir og engin kemst undan, finnst mér vera doldið klikk.... Tilgangslaust?
Tja..... : )
Skoðun:
<< Á byrjunarreit
Það var BARA yndislegt að lesa þetta blogg!!! :D Þú og tölvur eigið vel saman ekki spurning!!!
En samt gaman að lesa þessar tilgangslausu staðreyndir um þig ;)
Gangi þér vel í dag ;)
Þín Íris
En samt gaman að lesa þessar tilgangslausu staðreyndir um þig ;)
Gangi þér vel í dag ;)
Þín Íris
Hahahahhahaha, bara snilld að halda þetta með klukkið..... Þetta var alveg einstaklega skemmtileg lesning Karlott, hafðu það gott og ég bið að heilsa þinni duglegu konu:) Þín mágkona Arna
Skrifa ummæli
<< Á byrjunarreit