mánudagur, ágúst 29, 2005

 

Hot spot.....

Hún halar inn
eins og gráðug önd
í Reykjavíkur tjörn
fóðrið sitt.

Þeir sitja saman
við kjötkatlana
án samviskunnar
svíðandi eftirmála.

En börnin sín hún elur
á efnahyggjunnar keti
engin svangur né þyrstur
verður á gróða-meti.

Ætli manni og spússa
skilji klukknaverkið
opni augun og fússa
á svika-brögðin.

Gott er þó gefið
ef góðhugur í verki
að stundarinnar
verði vel notið.

Svo nú stend ég saddur
soðinn af kjötkatlakraumi
klæddur ég er dýrindis Lotti
í Kringlunnar ,,heita-spotti".



Eigið góðar stundir!

Skoðun:
Þarf ekki að fara að skrifa veiðisögur hér á vefnum og setja inn flugumyndir??
 
Þetta er góð hugmynd Erling! Ég ætla taka eitthvað saman og sjá hvað setur...

...mig grunar veiðisögurnar verða sjógengnar....

kv. Karlott
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?