föstudagur, mars 04, 2005

 

Það er kviknað í....

...mig langar nú bara að taka þátt í þessum ,,eldi" sem hefur verið kveiktur hér í Bloggheimi! Hollustubálið! Það er nú þannig að ég hef reynt... frá áramótunum að minnka við mig kaffidrykkjuna um nokkuð. Fékk mér hér áður í kringum 4-6 kaffibolla á dag (sem er galið...skjálfandi eftir hádegið, hjartað í hlaupastuði og hvað eina!), svo ég ákvað að reyna fá mér bara 1 kaffibolla fyrir hádegi og svo 1 eftir. Jamm, það hefur næstum því lukkast : ( En, bara við það að minnka bollafjöldann, minnkuðu einnig eftirköstin svo kölluðu og mér leið bara betur! : )
En, hollustupunkturinn í þessu var að ég byrjaði að fá mér te í stað kaffis á morgnana! Svona Celestial Seasonings Honey Lemon Ginseng te, alveg frábært! GOTT Í MALLANN : )

Mæli með þessu!

Heil og sæl að sinna

Skoðun:
Frábært!!! Þá gerum við þetta saman!! Borðum hollan mat og grennumst og verðum flottari!! Ekki það að þú þurfir að grennast en það er öllum hollt að taka mataræðið í gegn!! Gaman að þú skulir taka þátt í því ;)
Sjáumst á eftir :D
Þín Íris
 
Hva´meinaru, erum við ekki nógu flott!!?
Nei, það er rétt, ég má ekki grennast mikið, yrði þá eins og jaa, tannstöngull :o

Sammála, það er hollt og mjög Biblíulegt að fara vel með þann líkama sem Guð gaf okkur, hann er jú musteri Heilags anda...
Svo fæðuval og fóður fyrir hjartað og hugann, hefur allt að segja!!!
Er að læra það alltaf meir og meir.

Ást og gulrætur : )
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?