miðvikudagur, febrúar 23, 2005

 

Mamma

Oft ég heyrði, raddblæ þinn.
Oft ég fann fyrir stroku, hendi
þinni frá.
Hve söngur þinn ljúfur var.
Hversu gott var að sofna
inni í þér.

Við ferðuðumst mikið, þú og ég.
Þú sýnileg, ég falinn.
Allir dáðust af bumbunni þinni,
mínum fyrstu heimkynnum.

Svo fæddist ég og faðminn mjúkan fékk.
Ylvolgan drykk úr brjóstum þér.
Aldrei ég einmana var, né hræddur.
Lífið sjálft varstu mér.

Skoðun:
Ég er alltaf að komast meira og meira að því að þú semur bara nokkuð flott ljóð. Þú hefur amk margsannað það hér á síðunni þinni!!
En um hvað hugsaðiru þegar þú samdir þetta?? ;) Bara forvitni :D
Þín Íris
 
Sammála þér Íris, hann er nokkuð lunkinn við ljóðagerð!! Ætli hann hafi ekki hugsað til mömmu sinnar;) Ljóðið er nú um hana. Eða kannski um þig þegar þú varst ólétt af litlu dísunum ykkar;);) Arna
 
Hæ ástin mín og takk fyrir að líta ,,inn" hjá mér!
Fyrst hugsaði ég um gimsteinana okkar tvo, en svo rann ég út í fortíðina þegar mamma mín bar mig og í lokin blandaði ég saman þessum í þremur fortíðum saman í svona ,,almennt" form...

Þannig var nú það! : )

ps: Takk takk fyrir síðast Arna! Skilaðu vænni kveðju til fjölskyldunnar.
 
Vá þú ert snilldar ljóðskáld Karlott! Keep going! Gaman að kíkja hér inn og lesa það sem þú hefur að segja og fallegu ljóðin þín! hafðu það súper gott og ég bið að heilsa fallegu stelpunum þínum (öllum) :) Kveðja Eygló mágkona.
 
Karlott; Þetta er brilljant hjá þér!!!
 
Hjálpi mér allir heilagir...Bravó bravó !!! Þvílík málsnilld
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?