fimmtudagur, febrúar 17, 2005

 

Fósturhjörð!

Aldrei þau fá að sjá,
dagsbirtu og ljóma.
Aldrei að upplifa,
æskunnar blóma.

Úr kvið móður,
líf er svívirt!
Mamma, hví?
Elskarðu mig ei?

Mér líður svo vel,
innra með þér.
Ég þrái það áfram,
góð, vertu mér.

Aldrei þau fá sýnt,
hversu blítt er brosið.
Aldrei þau munu fá,
að hafa það kosið.

Þú ert agnarsmár,
en fullskapaður þó.
Litlir fætur, gapandi sár,
tættur, eftir kalda kló!

....

Með virðingu og ást á þjóðernishyggju er talað um okkar yndislegu fósturjörð sem lífið okkur gaf, sú sama tekur á hverju ári líf 1000 ófæddra barna!!!

Hvenær verður þessari fósturhjörð borið sú virðing og ást sem henni sæmir!?

Ég bara spyr....

Karlott

Skoðun:
Váááá´!!! Rosalega er þetta flott ljóð hjá þér Karlott minn!!!
Ég er rosalega stolt með þig. Vá, þetta er ekkert smá fallegt og sorglegt.
Sammála mömmu um að þú átt að blogga oftar ;)
Gaman að sjá ljóðin þín, held að þetta toppi þau öll ;)
Þín Íris
 
Bara hagmæltur. Þessi vísa er góð og ekki síst innihaldið.
kv Erling tengdó
 
Vá maður tárast bara. Það er nefnilega alveg ofboðslega sorglegt hvað mörg börn eru óvelkomin í heiminn:( En þú leynir aldeilis á þér með ljóðin:):) Bið að heilsa, þín mágkona Arna
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?