fimmtudagur, febrúar 10, 2005

 

Breyting til hins betra...?

Í ham og stuði,
hún hreinsar fljótt.
Úr vinnusömu suði,
leirtau og diska skjótt.

Kvenmannshendur,
kvörtuðu ei.
Þvottabretti við lendur,
alíslensk mey.

Nú annar tíminn er,
vélrænir armar geysa.
Sagan um sveitina fer,
uss, endemis vitleysa.

Brosið er blítt og tært,
kona nútímans kætist.
Allt er vélinni fært,
erfið tilveran bætist.

Já, gaman að þessu...

... uppþvottavélin er hrein snilld!!!



Skoðun:
Flott ljóð!!!!!
Og þetta er alveg satt. Get sagt það með réttu núna :D
 
Takk takk ástin mín!
Skáldið í mér virkjaðist við gutlið í uppþvottavélinni í gær.
 
Vá ekki vissi ég að þú værir svona agalega ljóðrænn Karlott;);) Flott vísa. Og þetta er sko alllt satt. Uppþvottavélar eru yndisleg tæki. One of the family næstum;);) Þín mágur Arna
 
Arna!!
Ertu ekki að grínast??
Aftur mágur??
Þú ert mágkona hans en ekki mágur ;)
 
Já þú meinar.... ég skal taka þetta til mín:):) Arna bróðir...hehehe joke, systir
 
Á ekkert að fara að halda áfram að blogga? Ég vil hvetja þig til þess og það er gaman að lesa ljóðin þín. Keep on.....
Sjáumst á morgun á norðurlandi.
Erla tengdó
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?