þriðjudagur, febrúar 08, 2005

 

Þakklæti.

Hef oft velt því fyrir mér, afhverju ég fæ að lifa enn einn dag. Þegar fjölmiðlar daglega segja sögur frá andláti fólks, bæði á heimaslóðum og út í hinum stóra heimi, allstaðar í kringum mann er fólk sem kveður þennan heim og oft snögglega. Þá hugsa ég: hvílík sú gjöf er, að fá að vakna upp úr góðum svefni í hlýju rúmi á öruggum stað enn einn dag og fá að lifa!
En er það sjálfsagt?
Og hver gæti tilgangurinn verið að ég sé enn lifandi...?

Þá er mér hugsað til einnar sögu úr frábærri bók: Máttarorð, eftir Erling Ruud (sem ég gef mér leyfi til að vitna í frjálst).
Þessi saga fjallaði um kennara sem var að spyrja nemendur sína hvað þeim langaði til að verða þegar þeir yrðu stórir? Einn drengur sagði að honum langaði til að verða sjómaður og annar sagði að honum langaði til að verða hermaður og sá þriðji ætlaði að verða skipstjóri.
En, svo var lítill drengur sem svaraði eftir að kennarinn hafði beint augum að honum: ,,mér langar til að verða til blessunar"!

Draumasvarið?

Já, fyrir mig!



Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir sem sýnið síðunni áhuga : )



Skoðun:
Vá góð pæling hjá þér kæri mágur!!! Hversvegna fáum við að lifa enn einn dag. Guð er svoo góður við okkur. En takk fyrir góðan pistil og flott svarið hjá unga stráknum;);) Bið að heilsa!! Arna
 
Já þetta er draumasvarið!!!
Flott pæling hjá þér Karlott minn!!!
Og maður má vera miklu þakklátari en maður er fyrir bara lífið sjálft.
 
Þetta er frábær hugleiðing hjá þér Karlott minn .
Þegar maður sér hvað margir þurfa að hafa mikið fyrir athöfnum daglegs lífs,fyllist maður þakklæti fyrir það sem maður hefur.Haltu áfram að pæla .Guð blessi þig og kvennaljómann þinn.
Ella tengdaamma
 
Skrifa ummæli

<< Á byrjunarreit

This page is powered by Blogger. Isn't yours?