miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Mamma
Oft ég heyrði, raddblæ þinn.
Oft ég fann fyrir stroku, hendi
þinni frá.
Hve söngur þinn ljúfur var.
Hversu gott var að sofna
inni í þér.
Við ferðuðumst mikið, þú og ég.
Þú sýnileg, ég falinn.
Allir dáðust af bumbunni þinni,
mínum fyrstu heimkynnum.
Svo fæddist ég og faðminn mjúkan fékk.
Ylvolgan drykk úr brjóstum þér.
Aldrei ég einmana var, né hræddur.
Lífið sjálft varstu mér.
Oft ég fann fyrir stroku, hendi
þinni frá.
Hve söngur þinn ljúfur var.
Hversu gott var að sofna
inni í þér.
Við ferðuðumst mikið, þú og ég.
Þú sýnileg, ég falinn.
Allir dáðust af bumbunni þinni,
mínum fyrstu heimkynnum.
Svo fæddist ég og faðminn mjúkan fékk.
Ylvolgan drykk úr brjóstum þér.
Aldrei ég einmana var, né hræddur.
Lífið sjálft varstu mér.
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
mtumishi
mtumishi
Þýðir þjónn á Swahílí tungu.
Öllum er gott að geta þjónað. Er alltaf að læra það meir og meir. Mig langar að geta þjónað þeim sem ég ann og á. Er að ná því, smám saman...
Jesús sagði:
En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar.
Drottinn blessi þig!
Þýðir þjónn á Swahílí tungu.
Öllum er gott að geta þjónað. Er alltaf að læra það meir og meir. Mig langar að geta þjónað þeim sem ég ann og á. Er að ná því, smám saman...
Jesús sagði:
En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar.
Drottinn blessi þig!
Fósturhjörð!
Aldrei þau fá að sjá,
dagsbirtu og ljóma.
Aldrei að upplifa,
æskunnar blóma.
Úr kvið móður,
líf er svívirt!
Mamma, hví?
Elskarðu mig ei?
Mér líður svo vel,
innra með þér.
Ég þrái það áfram,
góð, vertu mér.
Aldrei þau fá sýnt,
hversu blítt er brosið.
Aldrei þau munu fá,
að hafa það kosið.
Þú ert agnarsmár,
en fullskapaður þó.
Litlir fætur, gapandi sár,
tættur, eftir kalda kló!
....
Með virðingu og ást á þjóðernishyggju er talað um okkar yndislegu fósturjörð sem lífið okkur gaf, sú sama tekur á hverju ári líf 1000 ófæddra barna!!!
Hvenær verður þessari fósturhjörð borið sú virðing og ást sem henni sæmir!?
Ég bara spyr....
Karlott
dagsbirtu og ljóma.
Aldrei að upplifa,
æskunnar blóma.
Úr kvið móður,
líf er svívirt!
Mamma, hví?
Elskarðu mig ei?
Mér líður svo vel,
innra með þér.
Ég þrái það áfram,
góð, vertu mér.
Aldrei þau fá sýnt,
hversu blítt er brosið.
Aldrei þau munu fá,
að hafa það kosið.
Þú ert agnarsmár,
en fullskapaður þó.
Litlir fætur, gapandi sár,
tættur, eftir kalda kló!
....
Með virðingu og ást á þjóðernishyggju er talað um okkar yndislegu fósturjörð sem lífið okkur gaf, sú sama tekur á hverju ári líf 1000 ófæddra barna!!!
Hvenær verður þessari fósturhjörð borið sú virðing og ást sem henni sæmir!?
Ég bara spyr....
Karlott
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Breyting til hins betra...?
Í ham og stuði,
hún hreinsar fljótt.
Úr vinnusömu suði,
leirtau og diska skjótt.
Kvenmannshendur,
kvörtuðu ei.
Þvottabretti við lendur,
alíslensk mey.
Nú annar tíminn er,
vélrænir armar geysa.
Sagan um sveitina fer,
uss, endemis vitleysa.
Brosið er blítt og tært,
kona nútímans kætist.
Allt er vélinni fært,
erfið tilveran bætist.
Já, gaman að þessu...
... uppþvottavélin er hrein snilld!!!
hún hreinsar fljótt.
Úr vinnusömu suði,
leirtau og diska skjótt.
Kvenmannshendur,
kvörtuðu ei.
Þvottabretti við lendur,
alíslensk mey.
Nú annar tíminn er,
vélrænir armar geysa.
Sagan um sveitina fer,
uss, endemis vitleysa.
Brosið er blítt og tært,
kona nútímans kætist.
Allt er vélinni fært,
erfið tilveran bætist.
Já, gaman að þessu...
... uppþvottavélin er hrein snilld!!!
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Hvað ómar í hjarta þínu?
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur
frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og
dýrðin að eilífu, amen.
matteus 6, 9.
Drottinn minn, Jesús Kristur gaf mér þessa bæn.
Já, hann gaf þér hana líka!
Leyfðu henni að óma, óma, óma!
Karlott
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur
frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og
dýrðin að eilífu, amen.
matteus 6, 9.
Drottinn minn, Jesús Kristur gaf mér þessa bæn.
Já, hann gaf þér hana líka!
Leyfðu henni að óma, óma, óma!
Karlott
Þakklæti.
Hef oft velt því fyrir mér, afhverju ég fæ að lifa enn einn dag. Þegar fjölmiðlar daglega segja sögur frá andláti fólks, bæði á heimaslóðum og út í hinum stóra heimi, allstaðar í kringum mann er fólk sem kveður þennan heim og oft snögglega. Þá hugsa ég: hvílík sú gjöf er, að fá að vakna upp úr góðum svefni í hlýju rúmi á öruggum stað enn einn dag og fá að lifa!
En er það sjálfsagt?
Og hver gæti tilgangurinn verið að ég sé enn lifandi...?
Þá er mér hugsað til einnar sögu úr frábærri bók: Máttarorð, eftir Erling Ruud (sem ég gef mér leyfi til að vitna í frjálst).
Þessi saga fjallaði um kennara sem var að spyrja nemendur sína hvað þeim langaði til að verða þegar þeir yrðu stórir? Einn drengur sagði að honum langaði til að verða sjómaður og annar sagði að honum langaði til að verða hermaður og sá þriðji ætlaði að verða skipstjóri.
En, svo var lítill drengur sem svaraði eftir að kennarinn hafði beint augum að honum: ,,mér langar til að verða til blessunar"!
Draumasvarið?
Já, fyrir mig!
Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir sem sýnið síðunni áhuga : )
En er það sjálfsagt?
Og hver gæti tilgangurinn verið að ég sé enn lifandi...?
Þá er mér hugsað til einnar sögu úr frábærri bók: Máttarorð, eftir Erling Ruud (sem ég gef mér leyfi til að vitna í frjálst).
Þessi saga fjallaði um kennara sem var að spyrja nemendur sína hvað þeim langaði til að verða þegar þeir yrðu stórir? Einn drengur sagði að honum langaði til að verða sjómaður og annar sagði að honum langaði til að verða hermaður og sá þriðji ætlaði að verða skipstjóri.
En, svo var lítill drengur sem svaraði eftir að kennarinn hafði beint augum að honum: ,,mér langar til að verða til blessunar"!
Draumasvarið?
Já, fyrir mig!
Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir sem sýnið síðunni áhuga : )
laugardagur, febrúar 05, 2005
Það birtir til
Af stað, af stað
á bloggara vað
Að Karlott kvað
engum óróaði það
Svo, hér kem ég!
á bloggara vað
Að Karlott kvað
engum óróaði það
Svo, hér kem ég!