mánudagur, desember 24, 2007
Hátíð er í bæ!
sunnudagur, desember 23, 2007
Eiturkæst tindabikkja... mmm
Annað árið í röð fórum ég og hinn ágæti svili minn og vinur hann Bjössi í skötu á Múlakaffi.
Heillandi þetta með skötuna og þennan mjög svo lífgandi ilm... maður er endurnærður.
Í fyrra fékk ég mér soðna skötu og fannst mér það mjög gott... en ákvað að stíga upp á hærra plan í ár og skella mér á ,,eiturkæsta tindabikkju" eins og Múlakaffismenn orðuðu það... VÁ! Hún tók sko aldeilis í...! En góð var hún! Svo fengum við okkur hrísgrjónagraut með kanel í eftirrétt...
... þetta fannst mér mjög ánægjulegt!
Og samkvæmt staðli góðrar tengdafjölskyldu minnar ætla ég mér að staðfesta að skötuferðin sé orðin að hefð...
365 dagar í næstu... nammi namm
Hátíðarkveðja,
Karlott og Þorlákur Messi
Heillandi þetta með skötuna og þennan mjög svo lífgandi ilm... maður er endurnærður.
Í fyrra fékk ég mér soðna skötu og fannst mér það mjög gott... en ákvað að stíga upp á hærra plan í ár og skella mér á ,,eiturkæsta tindabikkju" eins og Múlakaffismenn orðuðu það... VÁ! Hún tók sko aldeilis í...! En góð var hún! Svo fengum við okkur hrísgrjónagraut með kanel í eftirrétt...
... þetta fannst mér mjög ánægjulegt!
Og samkvæmt staðli góðrar tengdafjölskyldu minnar ætla ég mér að staðfesta að skötuferðin sé orðin að hefð...
365 dagar í næstu... nammi namm
Hátíðarkveðja,
Karlott og Þorlákur Messi