mánudagur, nóvember 19, 2007

 

Á öðrum stað

Er kominn heim. Nudd og konfekt býður mín.
Fer úr vinnufötunum, kámug gleraugu. Kannski
gerist það. Verður sýnin skýrari?

Sé eins og í þoku. Blindur á kjarnann.
Tek niður gleraugun. Næ ekki fókus, lít
undan. Aðeins þetta sinn, bara...

Fer inn og út. Kominn.
Staddur í skýrri hugsun...

... á öðrum stað.


Karlott

This page is powered by Blogger. Isn't yours?