fimmtudagur, maí 31, 2007
Ef væri ég söngvari.....
... syngi ég nótt sem dag!
Endilega kíkið á þetta:
http://youtube.com/watch?v=LaLY_RsbV2o
Karlott
Endilega kíkið á þetta:
http://youtube.com/watch?v=LaLY_RsbV2o
Karlott
þriðjudagur, maí 29, 2007
Bíðandi...
Í þessum skrifuðum orðum bíðum við Íris eftir okkar þriðja barni. Sagt er að lítill snáði mun líta dagsins ljós svona þegar hann ákveður að koma... eitthvað er hann nú samt ánægður með ,,húsakynnin" sem stendur.
Íris myndi helst vilja að fæðingin væri yfirstaðin og við værum heimkomin með pilt í fanginu - ég er algjörlega sammála henni.
Það verður svolítið öðruvísi að fá dreng. Þegar ég er búin að vera að reyna mitt besta að ala tvær gjörólíkar telpur í að vera fyrirmyndar dætur, setur það mann svolítið í annan gír vitandi að núna er að ekki þriðja telpan á leiðinni heldur strákur... Ég sem var orðinn vel vanur að vera eini karlmaðurinn í kotinu.
Mig hlakkar þó ótrúlega mikið til!
Við Íris erum búin að finna nafn á guttann og verður það opinberað fyrst fyrir hann sjálfan eftir fæðinguna sem og alheimi - mig grunar að allmargir bíða spenntir eftir að heyra hvaða nafn við höfum ákveðið því við höfum aldeilis fengið að heyra af nánustu hvað hann ætti að heita, margir hafa greinilega skoðun á því en þessu er haldið algjörlega leyndu við ströngustu skilyrði - meir að segja leyniþjónusta Kazakstan kæmist aldrei að því...
Ef það er eitthvað dýrmætt í heimi þessum, er það samveran við fjölskylduna og njóta góðra ávaxta sinna - sumt þarf nefnilega aldeilis að rækta og vinna í!
Ég er þakklátur að Guð hefur gefið mér skilningin að fylgja því eftir...
Íris myndi helst vilja að fæðingin væri yfirstaðin og við værum heimkomin með pilt í fanginu - ég er algjörlega sammála henni.
Það verður svolítið öðruvísi að fá dreng. Þegar ég er búin að vera að reyna mitt besta að ala tvær gjörólíkar telpur í að vera fyrirmyndar dætur, setur það mann svolítið í annan gír vitandi að núna er að ekki þriðja telpan á leiðinni heldur strákur... Ég sem var orðinn vel vanur að vera eini karlmaðurinn í kotinu.
Mig hlakkar þó ótrúlega mikið til!
Við Íris erum búin að finna nafn á guttann og verður það opinberað fyrst fyrir hann sjálfan eftir fæðinguna sem og alheimi - mig grunar að allmargir bíða spenntir eftir að heyra hvaða nafn við höfum ákveðið því við höfum aldeilis fengið að heyra af nánustu hvað hann ætti að heita, margir hafa greinilega skoðun á því en þessu er haldið algjörlega leyndu við ströngustu skilyrði - meir að segja leyniþjónusta Kazakstan kæmist aldrei að því...
Ef það er eitthvað dýrmætt í heimi þessum, er það samveran við fjölskylduna og njóta góðra ávaxta sinna - sumt þarf nefnilega aldeilis að rækta og vinna í!
Ég er þakklátur að Guð hefur gefið mér skilningin að fylgja því eftir...