föstudagur, október 13, 2006

 

Að fá að fylgja þér!

Dag eftir dag
vakna

Tileinka

daginn þér

Augu þín hafa litið mig
frá þeim degi er ég varð til.

Augu þín hafa fylgst með mér
hvern einasta dag lífs míns.


Takk

Takk


...fyrir að varðveita mig!


Hvern dag minnir þú á þig
Hvern dag fæ ég að velja


Veistu,

í dag, vil ég velja



Í dag



...vel ég þig!

sunnudagur, október 08, 2006

 

Hún er fundin!!!

Í yndislegu brúðkaupi þeirra Eyglóar og Bjössa í gær fengum við Íris þann heiður að syngja saman eitt af fallegri lögum sem til eru: brúðkaupslag Hjalta Gunnlaugssonar!

Þið sem vitið það ekki, þá hefur mig lengi langað til að syngja opinberlega með minni heitelskuðu enda er hún dásamleg söngkona og persóna!

Því miður hefur það ekki orðið fyrr... en í gær!

Talandi um að finna gleði í síðasta bloggi: er ég stóð við hlið hennar, horfði í þessi yndislegu grænu augu, syngjandi tilfinningaþrungið ástarlag saman og upplifa hve stálheppinn drengur ég væri....

....fylltist hjarta mitt ólýsanlegri gleði!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?