fimmtudagur, maí 19, 2005

 

Sumarið komið!

Rosalega er náttúran fljót að taka við sér. Allt sprettur upp og springur út, alveg dásamlegt!
Það rétt líður dagur og allt er orðið grænna. Get ekki hamið mig, nú langar mig í útilegu og flakk!
Hef því miður ekki margra ára reynslu í því, en ég held að ég sé bældur útivistaráhugamaður, alltaf á leiðinni en... á tveggja mánaða feðraorlof í sumar, svo ef Guð lofar, þá skal Íslands hagarnir kannaðir!
Fékk hinsvegar yndislegan smörþef af sköpun Guðs laugardaginn var. Við pabbi fórum stuttan (n.b. alltof stuttan... haha) veiði- og feðgaferð suður í Ölfusárós... veðrið var með ólíkindum: volg hafsgola, skýlaus og fagurblár himinn, fjall- og hafssýnin umlykjandi okkur, brimið við ósinn, sandurinn og ... já, maður upplifði sig vera einhversstaðar, á suðrænni slóðum, takk Drottinn!
Það var enginn æsingur i sjóbirtingnum en þarna voru aðrir feðgar, frá Litháen, pabbinn náði tveimur vænum: 2- og 3 punda. Ég fékk að glugga í bakpoka pabbans og mér kitlaði í puttana! Þarna voru þeir, 2 pattaralegir og fínir sjóbirtingar.... Því þegar þarna var komið við sögu var tíminn við bakkann á þrotum og pabbi að kalla til brottfarar, við þurftum að enda þessari ljúfu ferð í bili....

En, það er fátt sem slær út að heyra og sjá hafið og brimið og njóta!

sunnudagur, maí 15, 2005

 

Svona nú!

Ég hlýt að finna blogggírinn hérna einhversstaðar.....








....þar til.....




Njótið vel þennan náðardag!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?