sunnudagur, apríl 24, 2005
Mánuður liðinn...
Já, tíminn líður!
Núna er mánuður síðan ég skrifaði síðast hérna inná, margt hefur gerst á einum mánuði...
Ég ætla mér nú ekki að fara telja upp allt sem mánuðurinn hefur haft í för með sér en sumt sem gerðist var gott en annað slæmt. Það er nú bara þannig: gott gerist og vont gerist. Spurningin er: hvernig maður bregst við því sem kemur...
Ég bið að ég megi læra að sjá lífið í réttum litum, ekki bara svart og hvítt, heldur einnig allt litrófið, að augu mín greini allan fjölbreytileika litanna í tilverunni! Núna er ég auðvitað ekki að meina bókstaflega liti, eins og maður kaupir í málningarbúðinni... hm... nei heldur þessa ,,liti" sem tilvera hvers og eins er máluð. Oft er nefnilega tilvera manns mun litríkari en maður áttar sig á og kannski dvelur maður í svarthvítaskapinu alla daga, það er ferlega dapurlegt!!
Því, ekki þarf annað að gera en að staldra við á þeim stað sem maður er á og leyfa augunum, hjartanu og huganum að greina litina í kringum mann, greina það fagra, góða og dýrmæta sem Guð hefur gefið manni... að átta sig á þessu, það er frelsun! Frelsun sál manns!
Mmmm, já það bið ég: Guð, taktu og að engu gerðu þá fjötra sem halda mér frá því að njóta þess frelsis sem þú hefur þegar gefið mér í syni þínum Jesú Kristi!!!
Því Hann gaf okkur frelsi,
frelsi frá dauðlegum degi.
Degi af ótta yfir í gleði,
gleði úr ótæmandi lind.
Lind sem alla fyllir,
fyllir hjartans tóm.
Tóm í huga manns,
manns er líf leitar.
Leitar hið góða,
góða úr deginum.
Deginum er Hann kom,
til endurlaustnar vor.
Gleðilegt sumar vinir og
takk fyrir góðar og gefandi
vetrarstundir!
Karlott
Núna er mánuður síðan ég skrifaði síðast hérna inná, margt hefur gerst á einum mánuði...
Ég ætla mér nú ekki að fara telja upp allt sem mánuðurinn hefur haft í för með sér en sumt sem gerðist var gott en annað slæmt. Það er nú bara þannig: gott gerist og vont gerist. Spurningin er: hvernig maður bregst við því sem kemur...
Ég bið að ég megi læra að sjá lífið í réttum litum, ekki bara svart og hvítt, heldur einnig allt litrófið, að augu mín greini allan fjölbreytileika litanna í tilverunni! Núna er ég auðvitað ekki að meina bókstaflega liti, eins og maður kaupir í málningarbúðinni... hm... nei heldur þessa ,,liti" sem tilvera hvers og eins er máluð. Oft er nefnilega tilvera manns mun litríkari en maður áttar sig á og kannski dvelur maður í svarthvítaskapinu alla daga, það er ferlega dapurlegt!!
Því, ekki þarf annað að gera en að staldra við á þeim stað sem maður er á og leyfa augunum, hjartanu og huganum að greina litina í kringum mann, greina það fagra, góða og dýrmæta sem Guð hefur gefið manni... að átta sig á þessu, það er frelsun! Frelsun sál manns!
Mmmm, já það bið ég: Guð, taktu og að engu gerðu þá fjötra sem halda mér frá því að njóta þess frelsis sem þú hefur þegar gefið mér í syni þínum Jesú Kristi!!!
Því Hann gaf okkur frelsi,
frelsi frá dauðlegum degi.
Degi af ótta yfir í gleði,
gleði úr ótæmandi lind.
Lind sem alla fyllir,
fyllir hjartans tóm.
Tóm í huga manns,
manns er líf leitar.
Leitar hið góða,
góða úr deginum.
Deginum er Hann kom,
til endurlaustnar vor.
Gleðilegt sumar vinir og
takk fyrir góðar og gefandi
vetrarstundir!
Karlott